Erna Kristín – Viltu skreyta heimilið með stórum fallegum myndum af fjölskyldunni ? Hér eru æðislegar hugmyndir!

Fjölskyldu-mynda-veggur

Ég er búin að vera með þvílíkan hausverk yfir veggjum heimilisins.

Ég er ekki til í þennan týpíska fjölskylduvegg og langar svo að gera eitthvað öðruvísi. Ég rakst á þessar hugmyndir á Pinterest og finnst þær ekkert smá flottar!

Ekkert smá skemmtilegar hugmyndir!

Sé þetta alveg fyrir mér heima !

Æði! 

xx

Erna Kristín

Erna – Gaman að föndra sitt eigið páskaskraut skellti í einfalt DIY

Páskaföndur

Mér finnst nú ekki leiðinlegt að föndra og við hjá Króm erum í samstafi við Föndru sem er með endalaust úrval af allskonar föndurdóti og skemmtilegum hugmyndum.  Ég ákvað að setja heimilið í smá páskabúning og kíkti við hjá skvísunum í Föndru og náði mér í það sem til þurfti.

Þessi málning er í algjöru uppáhaldi bæði frá Folkart og Mörtu Stewaet enda hægt að nota á allt bæði úti og inni. Og litaúrvalið er glæsilegt ég fékk mér að þessu sinni nokkra pastel liti.

Þessi frauðplastegg henta vel og eru til í nokkrum stærðum.

Byrjaði á því að mála öll egginn í pastel litum.

Halló þetta er snilld var að prófa í fyrsta skipti og elska þetta á eftir að gera fleiri tilraunir með Magic Marble sem gefur flotta marmaraáferð.

Hellir nokkurm dropum af Magic Marble í volgt vatn og dýfir hlutnum sem þú vilt fá marmaraáferð á ofan í einfalt og flott.

Þarf smá tíma til að þorna

Eitt eggið fékk á sig fjaðrir

Vola………..

Eggin eru svo falleg með þessari marmaraáferð

Þar sem ég elska glerkúpla og á slatta af þeim skellti páskaskreytingum í nokkra..

Hérna er aðeins önnur stemmning þar sem pastellitirnir eru aðeins meira áberandi með fallegum páskagreinum.

 

 

 

Nú á ég bara eftir að kaupa mér fullt af bleikum túlipönum og þá mega páskarnir bara koma.

HÉR er heimsíða Föndru

Uppskrift – dásamleg skinkuhorn sem eru hveiti og sykurlaus

Skinkuhorn
3 egg
100 gr rjómaostur
1 msk chia mjöl/ möluð chiafræ duga líka
1 msk HUSK ég nota POWDER frá NOW
ögn salt
6-8 dropar Via Health dropar Stevía Original
1/2 tsk laukduft ( valfrjálst)
Fylling:
Beikonsmurostur
Silkiskorin skinku ALI
Þeytið hvítur í hrærivél, setjið til hliðar í aðra skál.
Þeytið því næst eggjarauðurnar ásamt rjómaostinum, kryddum,chia og HUSK
Blanda svo eggjahvítum varlega út í.
Smyrjið þessu á smjörpappír t.d. í 2 jafna hringi, nota alltaf pappírinn úr
KOSTI hann festist ekki við allt.
Bakaði í 180 gráður í sirka 10 mín eða þar til hægt er að koma við deigið án þess að það klístrist.
Skerið hvorn hring niður í ca 6 geira og setjið fyllinguna yst við breiðu brúnina,1/2 tsk af beikonosti og 1/2 skinkusneið er hæfileg fylling. Rúllið svo varlega upp deiginu í horn.

Stráið mosarella osti yfir og bakið aftur í 5 mín.
rjomaostur skinkuhorn3rjomaostur skinkuhorn4rjomaostur skinkuhorn

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

Emilía- þegar stærðfræðibókin kemur með heim úr skólanum

Í hvert skipti sem Perla kemur heim með Sprota (stærðfræðibókina sína) fæ ég alltaf smá hnút í magann.

Perla er í 4 bekk, og henni gengur vel í skóla og er mjög dugleg.
Hún er áhugasöm, kurteis og rosalega heppin með kennarana og starfsfolkið sem sér um hennar bekk.

Okkur gengur yfirleitt mjög vel með íslensku verkefnin sem hún kemur heim og reynum að lesa á hverjum degi en Guð á himnum hjálpi mér þegar stærðfræðibókin læðist með heim.

Undantekningalaust endum við Pálmi bæði yfir henni að reyna að rifja upp hvernig á að reikna, nota bene alls ekki flókin dæmi en dæmi sem við erum ekki að reikna á hverjum degi og höfum ekki verið að reikna í mörg ár.

Við Pálmi erum bæði með stúdentspróf í stærðfræði. Pálmi fór svo í atvinnuflugmannsnám þar sem hann þurfti heldur betur að læra allskonar stærðfræði, eðlisfræði og ég veit ekki hvað þetta allt heitir. Þrátt fyrir það getur það reynst þrautinni þyngra að rifja upp hvernig í ósköpunum hin og þessi dæmi eru reiknuð.

Ég ætla að fullyrða að við foreldrar skólabarna höfum líklega verið missterk í stærðfræði á okkar yngri árum. Ég sem dæmi átti frekar erfitt með stærðfræði í grunnskóla og það var ekki fyrr en ég fór í framhaldsskóla sem ég fór að átta mig á henni.Því er það kannski ekkert sérstaklega frábær hugmynd að hún komi heim með stærðfræðibækurnar þar sem við hjónin skiptumst á að rifja upp hvernig er best að reikna dæmin.
Leiðbeiningarnar í bókinni eru mjög óljósar og ekki hægt að treysta á þær við úrlausn allra dæmana

Eftir mikil heilabrot og loksins lausn á dæmunum situr Perla eftir algjörlega grunlaus um það hvernig á að reikna dæmin.

Ég tók þessa umræðu á snappinu mínu fyrir ekki svo löngu og þar voru allflestir sammála því að stærðfræði ætti ekki að vera kennd heima, heldur í skólanum.

Það er kannski erfitt að eiga við þetta ef nemendur eru ekki að ná að halda áætlun sem sett er en kannski þarf að finna einhverja aðra lausn svo að þau fái rétta kennslu.

Ég kasta þessu allavega hér með útí kosmósið.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við rosalega ánægð með skólann hennar Perlu og kennarana hennar.

Þangað til næst…

Kveðja,

Emilía Björg
Þið finnið mig á instagram: emiliaboskars

ebo-11

Fallegar páskaliljur eru dásamlegar – en hvernig á að hugsa um þær!

Páskaliljur

Páskarnir eru oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma.

Páskaliljur má  fá afskornar  fyrir páska, Hafi þær ekki farið í vatn, má geyma þær þurrar, innpakkaðar í sellófan á kæli í allt að 7 daga. Áður en þær eru settar í vatn eru skornir um 2 cm neðan af stilknum og blómin sett í vasa með litlu vatni í.

Afskornar páskaliljur standa í c.a viku en þær einnig  hægt að fá á lauk. Ræturnar fara þá niður í vatnið en það verður að passa að laukurinn sjálfur blotni ekki því þá myglar hann.

Þessum frægu einstaklingum er endalaust ruglað saman!

Hver er hvað!!

Þessir frægu einstaklingar hafa oftar en einu sinni lent í því að hafa verið ruglað saman við aðra stjörnu sem líkist þeim.

Sumum finnst það pirrandi á meðan öðrum finnst það frekar fyndið og leiðrétta oft ekki misskilningin.

Amy Adams og Isla Fisher

Zooey Deschanel og Katy Perry

Daniel Radcliffe og Elijah Wood

Lucy Hale og Selena Gomez

Rupert Grint og Ed Sheeran

Mark Wahlberg og Matt Damon

Sarah Hyland og Mila Kunis

Daisy Ridley og Keira Knightley

Elizabeth Banks og Chelsea Handler

 

Erna – Óskalistinn fyrir vorið

Það er komin vor-sumarfílingur í loftið enda veðrið búið að vera einstaklega milt.

Mig er farið að langa í smá lit í fataskápinn ekki bara svart þó svo að ég virðist alltaf velja mér svört föt.

Hérna eru nokkarar flíkur sem eru í verslunum hér heima sem ég væri til í að eignast.

1.Langar í ljósan frakka þessi í HM kemur steklega til greina.og þessi röndótta skyrta er örugglega flott við gallabuxur.

2. Mig langar í regnkápu og þessi belika í Vero Moda heillar og ég væri líka til í að skella mér á þennan flotta topp.

3. Þetta dress í Vila er flott og passar vel í brúðkaupin í sumar

4. Mig langar í mikið í þessa skó frá Apríl skór

5. Flott blá kápa í Lindex og þessar röndóttu-buxur við eru  á óskalistanum skellti líka með svörtum topp

6. Zara klikkar aldrei og þessar gallabuxur með röndum á hliðunum! Ég verð að kaupa mér þær. Langar líka í þennan létta hör-jakka, bandaskó og tösku.

Nýtt á makaðinum gúmmí-brúnkubangsar!!

Það kannast flestir við hár vitamínið sem er í fotmi gel-bangsa en þeir eiga að auka hárvöxt.

En nú eru komnir á markaðinn brúnkubangsar til inntöku sem hjálpa þér að ná fallegum lit á kroppinn!

Þú getur lesið meira og verslað þessa brúnkubangsa inn á Superdrug HÉR

“The world’s first edible tan supplements developed by healthcare experts using tried & tested, traditional vegan ingredients. “

Hvað með grennandi-gúmmíbangsa eru þeir ekkert að koma á markaðinn? 🙂