Nokkur góð ráð fyrir þær sem vilja fela magasvæðið

 Ekki vera í bol/peysu sem er þröng yfir magan veldu frekar eitthvað sem er laust yfir þetta svæði. Láttu boli og peysur ná að lámarki niður á rass ekkert stutt í boði.  Allt sem er með smá rikkingum eða lausu efni yfir hentar vel.

 

Búðu til smá lengd í líkamann til að draga athyglina frá maganum.

Síðar peysur, jakkar eða poncho henta vel til þess.

 

“Layer like a pro”

Vertu í fleiri en einni flík að ofanverðu til að fela magasvæðið

Vonandi hjálpar þetta einhverjum

 

Tíska – Statement clothing ert þú að fíla föt með skilaboðum

Statement clothing

Það hefur verið áberandi undanfarið að föt þá sérstaklega bolir og peysur eru með einhverskonar skilaboðum eða quotes..

Við erum að tala um bæði tískuvöru og svo hátískuvöru frá frægum hönnuðum sem hafa verið með ” Statement ” föt inn í sínum línum.

Það virðist ekkert vera að draga út þessu trendi frekar að bæta í ef eitthvað er.

Statement clothing

Þessa varaliti notaði Margot Robbie á Golden Globes!

Margot Robbie fékk mikla athygli fyrir fallega förðun á Golden Globes. Það má finna hana á flest öllum listum þar sem kosið er um fallegustu förðunina en hún var látlaus með áherslu á varir. Förðunarfræðingur hennar Pati Dubroff notaði alls 3 varliti til þess að ná þessu fallega útliti en allir varalitirnir eru frá Chanel. Pati segir að innblásturinn hafi komið frá Sri Lanka en þar sá hún herbergi fullt af Orkedíum sem hún myndaði og heillaðist mikið af. Hún gat ekki hætt að hugsa um þessi fallegu blóm og valdi liti sem svipuðu til þeirra.

Að sjálsögðu þarf alltaf að næra varirnar vel áður en að varalitur er borinn á en Pati notaði Chanel Hydra Beauty Nutrition Lip Balm.

Fyrsti liturinn sem Pati notaði var Chanel Rouge Coco ultra hydrating lip í litnum Suzanne á allar varirnar sem grunn.

Því næst tók Pati Rouge Allure Velvet Luminous Matte lip í litnum La Sensuelle og setti hann á ytri króka og á varalínuna til að búa til skyggingu.

Að lokum notaði hún Rouge Allure Velvet Luminous Matte lip í litnum La Romanesque á miðjuna til að búa til meiri dýpt.

 

Grein birtist fyrst á Box12

 

Vinninghafinn sem fær veglegan gjafapakka frá Chanel er…………..

Takk fyrir frábæra þátttöku í leiknum en að þessu sinni var það hún Jóhanna Heiðdal sem datt í lukkupottinn.

Eins og venjulega notuðum við random calculator til að finna vinningshafann.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og BOX 12 fyrir skemmtilegt samstarf.

Við minnum á að við erum reglulega með spennandi gjafaleiki á KRÓM og  næsti leikur sem fer í loftið  er stórglæsilegur.

Inga Kristjáns: NEW IN – BeBella Pro augnskuggapalletturnar eru truflað flottar

Ég hef í langan tíma haldið uppá snyrtivörumerkið BeBella sem fæst hjá Shine.is. Mín allra uppáhalds augnskuggapalletta er einmitt frá því merki og heitir “35D” Ég varð því ansi spennt þegar ég frétti að BeBella væri að gefa út tvær “PRO” pallettur, sem bera glænýtt útlit. Augnskuggarnir eru ótrúlega litsterkir, mjúkir og auðvelt að vinna með þá, auk þess eru allar palletturnar á góðu verði.

Ég fékk báðar palletturnar að gjöf frá shine.is til að prófa, þær eru ekkert smá flottar! Ekki skemmir hvað þær bera skemmtileg nöfn. Ég er ekkert lítið spennt að prófa mig áfram með þær. Þetta er klárlega afmælisgjöf snyrtivöruáhugamannsins í ár!

Þú nálgast augnskuggapalletturnar HÉR

1# Slayette

#Maroon Mayhem

 

Þar til næst xx