Erna Kristín -Skemmtilegt spjall við Brynju Dan, markaðstjóra, snappara og snilling með meiru!

Króm – spjall

Flest okkar þekkjum hana Brynju í gegnum Snapchat eða frá þáttaröðinni ,,Leitin að upprununum” Ég tók smá spjall við hana & ætlar hún að deila með okkur hvað hún er búin að vera bralla og hvað er framundan. Einnig fáum við beint í æð hennar vandræðalegasta móment….sem er KAST.
Njótið vel!

Nafn : Brynja M. Dan Gunnarsdóttir
 
Hvað ert þú búin að vera bralla síðustu vikur/mánuði ? Hmmm allskonar skemmtilegt, selja íbúð, kaupa íbúð, fara til Austurríkis á skíði sem var btw geggjað! Hef aldrei farið en mun svo sannarlega fara oftar. Ég og Tinna vinkona mín byrjuðum í einkaþjálfun hjá Danna sem er bara orðinn partur af fjölskyldunni, vissi ekki að það gæti verið svona gaman í einkaþjálfun. Hann er snillingur, tekur ekki mark á fituprósentu eða vigt en bara heilbrigði sem gildir. Svo bættist Ellingsen í fjölskylduna okkar hjá S4S sem er hörku vinna en fullt skemmtilegt í gangi. 
Hvað er frammundan ? Hmm flutningar, prinsinn minn verður svo 10 ára sem ber að fagna.. Bæði hans fyrsta tug og að ég hafi verið mamma í 10 ár.. Magnað! Ég ætla að gefa mér pakka. 🙂 nú svo er það bara spenna fyrir komandi sumarvörum í lífi skófíkilsins.  Vera áfram dugleg að æfa og svo vonandi dettur eitthvað spennandi inn í sumar.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í þínum frítíma? Elska að vera með Mána mínum og strákunum mínum, og fjölskyldu og vinum. Svo finnst mér ótrúlega gaman að æfa , fara í húsgagnaverslanir og “skoða” vísakortinu til mikillar skemmtunar. En já annars kikja á vinkonurnar.. Þefa aðeins af nýfæddu krílinum þeirra sem spretta upp hér og þar eins og enginn sé morgundagurinn er bara það notalegasta sem ég veit um. Svo finnst mér líka bara rosalega gott að sofa… og borða súkkulaði svo ég sé hreinskilin.
Ertu með einhver LifeHacks sem þú vilt deila með okkur hinum ? Hmm td að binda reimarnar í skónum við einhvern hlut eða bara hinn skóinn og loka þurrkara hurðinni á reimina til að láta þá dangla inni í þurrkaranum.  ( og hinn skórinn eða hluturinn fyrir utan ) Þá þorna þeir og tromlan snýst bara en ekki skórnir svo þeir skemmast ekki.
Á að skella sér í sólina í sumar? Ehh jájá segjum það bara.. Ég hata að láta koma mér á óvart en elska spontant ákvarðanir. Hvaða samfélagsmiðill er þinn uppáhalds? Instagram og snapchat en hata instastory
Er hægt að fylgjast með þér á samfélagsmiðlum? Já brynjadan á bæði instagram og snap
Og að lokum, hvert er þitt vandræðalegasta móment by far? Æ ég er bara vandræðalega yfir höfuð. Ég er týpan sem beygi mig niður og buxurnar rifna í klofinu með látum.. Eða prumpa í jógatíma.. Keyri á móti umferð , bakka á bíl bestu vina minna, dúndra yfir umferðaeyjur sem ég sé ekki og segi við lögguna þegar hún stoppar mig fyrir að vera að tala í síman undir stýri ( á speaker samt ) að ég hafi verið að tala við símtækið.. ekki í hann til að sleppa við sekt. Sem obviously virkar ekki. Einnig fórum við vinkona min óvart sá fermingarmyndirnar mínar, hvað var ég…. Í dragt með alltof stórt nef og fáranlegar krullur og hanska og með yfirvaraskegg… úff get ekki rætt þetta… Annars er ég bara ágæt sko. En by far er trúlega þegar ég og vonkona min forum með 8 ára börnin okkar á bad santa 2 yfir jólin. héldum að þetta væri bara kósy jólamynd og svo kakó eftirá. en nei.. allt fullorðna folkið starði mig dauðastöru þegar önnurhvor settning var fuck me santa ! #dey!!
Takk fyrir spjallið snillingur !
Þar til næst!
xx
Erna Kristín
Snap & Insta : Ernuland

Tíska: Flottar pleður-buxur eru must have

Pleður er inn

Það að ganga í gervi er sko ekkert til að skammast sín fyrir og hafa nokkur tískuhús gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau eru hætt að nota ekta leður og ekta feldi í hönnun sína.

Hérna eru nokkrar flottar myndir af skvísum í pleður-buxum sem gefa okkur innblástur.

 

Innblástur dagsins – Falleg og einföld hálsmen

Innblástur dagsins eru falleg og einföld hálsmen.

Við elskum falleg hálsmen sem bera með sér merkingu til einhvers sem maður elskar eða fyrir eitthvað sem skiptir mann miklu máli ! 

Þessi eru ekkert smá felleg og einföld!

Ert þú með hálsmen sem táknar eitthvað sérstakt? Endilega deildu því með okkur í komment! 

Erna Kristín – Mig langar að hafa fallega og einfalda förðun á brúðkaupsdaginn!

Ég er mikið að velta fyrir brúðkaupsförðun þessa dagana. En eins og ég hef tekið fram áður hérna á blogginu þá erum við Bassi að fara gifta okkur á Ítalíu og planið hjá mér er að farða mig sjálf…..
Það er að vísu mjög stressandi, en ég held að ef ég verð búin að undirbúa mig vel, þá fari þetta allt vel!

Langar að deila með ykkur fallegum og einföldum förðunum fyrir stóra daginn!

Svo eru auðvitað endalaust af vídjóum á Youtube til að prófa sig áfram! 

Krossa putta að þetta gangi, þarf trúlega að fara æfa mig með eyelinerinn daglega ef það á að takast!

Krossum putta ! 

xx

Erna Kristín

Lína Birgitta – Uppáhalds farðinn minn

 

Uppáhalds farðinn minn þessa dagana er All Hours frá YSL. Ég fékk hann að gjöf fyrir 3 mánuðum og hef ekki notað annan farða síðan. Ég er yfirleitt mjög treg að prófa nýja farða því ég er svo vanaföst en guð minn góður hvað ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum! Hann gefur fulla þekju, er mattur og endist mjög lengi. Ég er gjörn á að fá þurrk í andlitið en þessi þurrkar ekki húðina mína þrátt fyrir að vera mattur. Ég nota litinn B40 þegar ég er með brúnkukrem og litinn B30 þegar ég er “hvít”. Persónulega þá finnst mér þessi farði gera húðina fullkomna! Á sama tíma er ég fékk farðann þá fékk ég hyljara úr sömu línu en hann er æðislegur. Hann gefur miðlungs þekju og fallega áferð. Ég myndi segja að þetta combó sé málið fyrir þá sem vilja hálfgerða photoshoppaða áferð! Ég mæli hiklaust með þessum vörum en þær fást meðal annars í Hagkaup.

Gúrý – Að eiga góðar vinkonur er dýrmætt

Ég er svo ótrúlega heppin að fá að vera samferða frábærum vinkonum í gegnum lífið.

Ég á æskuvinkonur sem ég kynntist þegar að ég var 12-13 ára, en sá hópur samstendur af sex stelpum með mér.

Þessi vinskapur er mér afskaplega dýrmætur.

Að að eiga sömu vinkonurnar sem maður upplifði flest af sínum fyrstu ævintýrum lífsins með er ómetanlegt.

Fyrsti kossinn, fyrsti kærastinn, fyrsta ástarsorgin, fyrsta fyllerýið, fyrsta Kringuferðin án mömmu og þú varst komin með UK-17 kort!

Allt fjörið í gaggó, félagsmiðstöðvar, böllin og prófa að reykja sígarettur.

„Segðu við mömmu þína að ég gisti hjá þér og ég segi við mömmu mína að ég gisti hjá þér og svo verðum við úti alla nóttina“mómentin.

Þetta eru minningar sem verða aldrei teknar frá okkur.

Hinn vinkonuhópurinn minn, ef það er hægt að kalla hann hóp, þar sem við erum bara þrjár í honum er þannig að þegar að við mætum á svæðið er eins og við séum níu saman. Hláturinn og lætin eru samkvæmt því.

Ég var 17 ára þegar að ég kynntist þeim, þessar tvær stelpur komu inn í lífið mitt á svo háréttum tíma.

Við höfum hjálpað hvor annari í gegnum erfiða tíma, við höfum dansað alla nóttina saman, við höfum borðað óendanlega margar súpur á ASÍU saman, við höfum hlegið saman, grátið og hlegið meira.

Það eru ekki ófá skiptin sem hlátursköstin hafi endað með að maður pissi næstum í sig.

Það er aldrei leiðinlegt með þeim.

Vinskapurinn sem ég á með öllum þessum stelpum tek ég ekki sem sjálfsögðum hlut.

Að eiga góða vinkonu sem þú treystir, bakkar þig upp no matter what, er alltaf til staðar fyrir þig, hlær með þér og grætur er bara svo dýrmætt.

Til að eiga góðan vinskap þá þarf maður að rækta hann eiginlega eins og hjónaband því annars endar hann bara með (að)skilnaði.

Þó að ég búi í öðru landi þá tölum við reglulega saman, sumar tala ég meira við en aðrar.

En þrátt fyrir að hafa ekki heyrst í einhvern tíma þá er alltaf eins og við höfum heyrst í gær.

Það kalla ég sanna vináttu.

Ég á eftir að elska allar þessar stelpur til dauðadags.

Ég elska vinskap sem á langa sögu. Ég elska gamlar og góðar minningar, ég elska að hlæja af  því hvernig maður var einu sinni.

Þó að við séum að detta í fertugt, flestar giftar og komnar með börn þá látum við alltaf eins og gelgjur þegar að við hittumst. I love it !

Ég gæfi nú mikið fyrir að geta hitt þessa gullmola vinkonur mínar oftar og knúsað þær.

Aldrei taka vinkonu þína og vinskap sem sjálfsagðan hlut, láttu vinkonu þína vita hvað þér þykir vænt um hana og hvað hún skiptir þig miklu máli, það geri ég.

Köben Knús

Gúrý

gury@krom.is

Snapchat gury79 / instagram.com/guryfinnboga/

Sjálfbær tíska – býr til fylgihluti úr gömlum kertastjökum og kjóla úr fiskinetum

H&M Conscious Exclusive

Heldur áfram að kynna nýsköpun í sjálfbærri tísku –  Lína H&M Conscious Exclusive 2018 er virðingarvottur við lista- og handverkshreyfinguna í Svíþjóð og hefur að geyma tvö ný sjálfbær efni, endurunnið silfur og ECONYL®, 100% endurnýttar trefjar úr fiskinetum og öðrum nælonúrgangi.

Conscious Exclusive-línan verður sett á markað í völdum H&Mverslunum um allan heim, og á netinu á hm.com, 19. apríl n.k. Þetta verður sjöunda Conscious Exclusive-línan, fatalína sem kemur reglulega út og inniheldur framúrskarandi gæðafatnað fyrir nýja árstíð auk þess að sýna fram á síaukna möguleika í sjálfbærri tísku með áherslu á þróun og nýsköpun.

Endurunnið silfur er búið til úr málmúrgangi með lágmarksumhverfisáhrifum og ECONYL® eru 100% endurnýttar nælontrefjar sem eru unnar úr nælonúrgangi til að stuðla að hreinni höfum.