Gúrý – Þegar að Mel B brýst út.

 

Svona inn á milli brýst út í mér mín innri Spice Girl, engin önnur en Scary Spice aka Mel B.

Ég verð gjörsamlega óð í allt sem er með leopard munstri, eiginlega sama hvað það er.

Núna er ég akkurat á þeim stað í lífinu og vill ég helst geta verið jafn djörf og Mel B hérna um árið og klæðst leopard frá toppi til táar.

En best væri að gera það ekki og velja sér frekar eina flotta leopard flík til að klæðast hverju sinni,

less is more á mjög vel við í þessu samhengi.

 

Þetta finnst mér vera algjört must have ef þú vilt láta innra Spice-ið Mel B líta dagsins ljós hjá þér.

Þessi svali gallajakki fæst hér 

Leopard sokkar, hallo JÁ !

Mér finnst eitthvað svo cool við þessar buxur, minna mig pínu á leopard flíkur sem voru seldar í

Frikki og Dýrið in the good old days.

Þær fást hér

 

Danska merkið Gestuz klikkar ekki og þessi kjóll er svo pörfekt í sumar, loose and flowy.

Hann er fæst hér

Ég er alltaf rosa hrifin af kjólum í þessu sniði, það pirrar mig reyndar pínu að hann er aðeins síðari öðru megin.

En ekkert sem maður getur ekki skellt undir saumavélina og lagað.

Hann er til hér 

Þetta finnst mér vera mjög klæðilegt snið fyrir flestar konur, þú getur fengið hann hér

Flottur leopard blazer gengur við næstum því allt, þennan geturu fengið hér

Og svo verður maður auðvita að eiga allavega eitt par af flottum leopard skóm.

Billi Bi er alveg að standast undir væntingum, en þessa geturu fengið hér

Why not……

XxX

Gúrý

gury@krom.is

 Instagram guryfinnboga 

Snapchat gury79

 

 

 

 

Inga Kristjáns: Truflað flottar hárvörur sem ég er að elska

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Balmain Hair Couture vörurnar eru nú fáanlegar á Íslandi og mokast þær eins og heitar lummur útaf hárgreiðslustofum. Enda eru vörurnar gæðin uppmáluð og þeir sem fylgja tískunni vita að Balmain er eitt fremsta tískuhús í heimi og er það á borð við Gucci og Dior t.d. Þú getur smellt HÉR til að sjá alla sölustaði.

” Balmain hair couture er á borð við Gucci, Prada og Dior t.d”

Ég var ein af þeim sem gat varla beðið eftir að prófa þær og taldi ég niður dagana þegar ég frétti að þær væru væntanlegar í sölu til Íslands. Ég hef verið að prufa mig áfram með Balmain Paris vörurnar og er ég vægast sagt að tryllast yfir þeim! Mig langaði að segja ykkur frá 5 vörum sem ég er búin að nota nánast uppá dag síðan ég eignaðist þær. *Vörunar fékk ég að gjöf*

Balmain Paris – Ash Toner

Hvaða ljóska kannast við það að fá gula slikju yfir hárið og það að ljósu strípurnar dofna fljótt. Þessi vara er snilld til að halda einmitt þeim hlutum í skefjum. Þú spreyjar þessu yfir hárið, mér finnst gott að sprauta þessu í hárið á meðan það er aðeins rakt og blása svo yfir með hárblásara þá sé ég mestan árangur. Tonerinn lýsir hárið alveg helling og heldur gulum tónum alveg í skefjum. Mér finnst þessi vara algert æði og er ég búin að nota hana gríðarlega mikið

Balmain Paris – Silk Perfume

Ég hafði ekki hugmynd um að það væri til svona vara áður en ég fékk hana í hendurnar, en þetta er hárilmvatn. Ég er algerlega sjúk í þetta og lyktin er dásamleg. Ég nota þetta svo ótrúlega mikið, þá sérstaklega þá daga sem ég þvæ ekki á mér hárið ( er að æfa mig í að þvo hárið ekki daglega) Finnst þetta snilld ásamt þurrsjampóinu sem ég er að fara að segja ykkur frá hér að neðan. Þetta er klárlega vara sem maður vill alltaf hafa í veskinu.

Balmain Paris – Dry Shampoo

Þessa vöru nota ég svo ótrúlega mikið. Ég er með feitan hársvörð og verður hárið mitt mjög fljótt “skítugt” Eins og ég sagði ykkur hér að ofan er ég að æfa mig í því að þvo hárið ekki á hverjum degi, eins og ég gerði. Þannig það er snilld að geta gripið í svona þurrsjampó, en samt ekki hvaða þurrsjampó sem er. Ég hef prufað alveg gríðarlega mörg og finnst mér þetta það allra besta sem ég hef prufað. Það kemst engin vara með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Snilld að eiga til í töskunni ásamt hárilmvatninu sem ég sagði ykkur frá áðan, þá er hárið þitt alltaf ferskt og vel lyktandi.

Balmain Paris – Argan Moisturizing Elixir

Þessi vara er svo fáránlega góð! Þetta er nokkurskonar serum sem er geggjað að bera í enda hársins. Varan kemur í veg fyrir slit í endum og byggir upp slit og skemmdir sem eru til staðar. Ég nota þetta alltaf í rakt hárið en renni þessu líka oft yfir þurrt hárið ef það er rafmagnað. Ekki skemmir fyrir hvað lyktin er fáránlega góð.

Balmain Paris – Texturizing Volume Spray

Ég þjáist af því að vera alger flathaus. Það eru ekki til liðir eða lyfting í hárinu mínu og gerir þessi vara því mjög mikið fyrir mig. Þetta er sprey sem gefur rótinni fyllingu og lyftingu. Mér finnst best að spreyja þessu í rótina þegar hárið er blautt og blása það síðan. Ég er sjúk í þessa vöru og nota hana mjög mikið. Mæli mjög mikið með henni ef þið eruð með flatt hár eins og ég.

Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri vörum frá Balmain! Eru þið búin að prófa?


Emilía – Kímónó æði og að sjálfsögðu eru linkar!

Jæja.. það kemur reglulega yfir mig online shopping klikkun- já klikkun.

Sem betur fer er þetta ekki í hverjum mánuði en kannski þrisvar á ári.

Ég kíkti inná Boohoo fyrir stuttu og almáttugur minn þvílíka fegurðin sem blasti við mér. Úrvalið er rosalega gott og gæðin í fötunum eru yfirleitt mjög fín.

Um þessar mundir er ég rosalega hrifin af Kímónó og keypti ég mér nokkur sem mig langaði að sína ykkur.

Spurningar sem ég fæ alltaf þegar ég tala um föt sem ég kaupi online tengjast stærðunum. Það er hægt að sjá í hvaða stærð fyrirsætan er og ég yfirleitt tek 1-2 númerum stærra en það.

Hér koma myndir og linkar af þessum dásamlegu kímónó sem ég keypti.

 

Linkur: Hér

 

Linkur: Hér

 

Linkur: Hér

Linkur: Hér

Það tók um það bið tvær vikur að fá sendingum heim að dyrum.

Þangað til næst…

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11

Bleikur og rauður- Fallegir í sitthvoru lagi en ennþá betri saman!

Með sól í hjarta og vor lykt í loftinu er ég spennt fyrir því að leggja brátt dúnúlpuna á hilluna og klæðast sumarlegri fötum. Rauður og bleikur hafa verið áberandi í götutískunni sem og tískupöllunum en þeir eru afskaplega fallegir saman. Ég elska hvað trendin fara alltaf hringi en ég man einmitt að þessi litasamsetning var mjög vinsæl þegar ég var unglingur. Hver man ekki eftir pop life og kvartbuxum við off shoulder boli? Sú samsetning væri bara alls ekki svo galin núna 15-16 árum síðar!

Nýtt förðunartrend sem gerir okkur mikið auðveldara fyrir!

Förðunartískan breytist ört og fyndið er að sjá trend koma inn sem að við bjuggumst svo sannarlega ekki við að sjá aftur. 80’s förðunarstíll er að koma aftur en í þó mun minna magni en áður var. Pastel litir, mikill kinnalitur, ljósar varir og augnlok í aðeins einum litatón má sjá mikið þessa stundina. Við getum nú seint kvartað yfir því að þurfa bara einn augnskugga fyrir fallega augnförðun. Auðvelt, litríkt og skemmtilegt!

 

xx

 

 

Stefanía – Skellti mér í sólina með mínar uppáhaldsvörur!

Ég skellti mér í stutt sólar-stopp til Spánar í seinustu viku og hafði með í farteskinu nokkrar af mínum uppáhalds vörum frá Moroccanoil!

 

Ég raunverulega elska þetta merki. Eftir að ég lýsti það er hárið mitt er þurrara en eyðimörk og hef ég núna skipt út öllum sjampóunum mínum fyrir Moroccanoil® Hydrating sjampó og næringu. Síðan nota ég Moroccanoil® Intense Hydrating hármaskann reglulega, hann er svo þægilegur í notkun því að það nægir að vera með hann í 5 mínútur í hárinu og það verður sturlað mjúkt.

Moroccanoil® Hydrating sjampó & næring eru full af andoxunarríkri arganolíu,
A og E vítamínu & rauðþörungum sem draga til sín raka.

Annað sem kom sér einstaklega vel í þessari ferð var Moroccanoil® Dry Body Oil. Þessi olía fékk verðlaun frá New Beauty fyrir Most Intense Skin Softener árið 2016 og því er ekki að undra að hún gerir húðina sjúklega mjúka – og það er svo góð lykt af henni! Með henni er ég búin að vera að nota Moroccanoil® Shower Milk, sem mýkir og hreinsar á sama tíma.

Svo er auðvitað ekki hægt að gera færslu um Moroccanoil án þess að minnast á þeirra frægustu (og bestu) vöru, sjálfa Moroccanoil® Treatment hárolíuna, en hana má nota sem hárnæringu, mótunar og áferðarvöru. Hana er hægt að fá fyrir allar hárgerðir en líka Moroccanoil® Treatment Light, sem er sérstaklega hönnuð fyrir fíngert eða ljóst hár.

Moroccanoil® Treatment olían er auðguð með andoxunarríkri arganolíu og glansaukandi vítamínum,
minnkar flækjur, styttir þurrkunartíma og eykur gljáa.

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Regalo fagmenn, hægt er að kynna sér vörurnar betur á

www.regalo.is & www.facebook.com/regalofagmenn

Svo mæli ég líka með því að þið addið þessum snillingum á snapchat: regalofagmenn, þar sem ásamt upplýsingum um vörurnar þú ert vís með að finna hina ýmsu frægu Íslendinga taka dansspor með Fríðu!

Njótum þess að gera vel við hárið okkar!

Sólarkveðja ♥

Stefanía

 

Er vorlykt í loftinu? – Gallapilsið dregið fram!

Ég held svei mér þá að ég finni lyktina af vorinu! Ég fór í fyrsta skipti í langan tíma út í leðurjakka í dag og var bara alls ekki kalt, mjög vongóð að þetta haldist. Ég man fyrir nokkrum árum þegar það var alveg heitast að vera í gallapilsi og ég tók það trend á nýjar hæðir þar sem ég hreinlega var í engu öðru en gallapilsi!

Gallapilsin hafa svosem aldrei dottið úr tísku en hafa ekki verið mikið áberandi fyrr en kannski í fyrra og svo held ég að þau verið vinsæl núna í vor/sumar.

Snilldin er að hægt er að klæðast þeim við toppa, skyrtur, þykkrar peysur eða hvað sem er! Hérna koma nokkrar myndir sem heilla mig og ég held hreinlega að ég muni hoppa um borð í gallapilsa lestina aftur.


xx