Tíska – Þessi litur verður einn sá heitasti í vor og sumar

Lavender verður áberandi vor og sumar 2018

Eins og eflaust margir vita var fjólublár valinn litur ársins 2018 af Pantone litakerfinu að vísu er sá litur frekar dökk fjóliblár sjá HÉR.  En ljós fjólublár sem er oft kallaður lavender verður áberandi í vor og sumar.  Eins og myndirnar hér að neðan sýna en flestar eru þær frá tískuvikum þar sem tískuhúsin  kynntu vor og sumarlínuna 2018.

 

Erna – Óskalistinn fyrir vorið

Það er komin vor-sumarfílingur í loftið enda veðrið búið að vera einstaklega milt.

Mig er farið að langa í smá lit í fataskápinn ekki bara svart þó svo að ég virðist alltaf velja mér svört föt.

Hérna eru nokkarar flíkur sem eru í verslunum hér heima sem ég væri til í að eignast.

1.Langar í ljósan frakka þessi í HM kemur steklega til greina.og þessi röndótta skyrta er örugglega flott við gallabuxur.

2. Mig langar í regnkápu og þessi belika í Vero Moda heillar og ég væri líka til í að skella mér á þennan flotta topp.

3. Þetta dress í Vila er flott og passar vel í brúðkaupin í sumar

4. Mig langar í mikið í þessa skó frá Apríl skór

5. Flott blá kápa í Lindex og þessar röndóttu-buxur við eru  á óskalistanum skellti líka með svörtum topp

6. Zara klikkar aldrei og þessar gallabuxur með röndum á hliðunum! Ég verð að kaupa mér þær. Langar líka í þennan létta hör-jakka, bandaskó og tösku.

Inga Kristjáns: Guðdómlega fallegir brúðarkjólar

Fallegir brúðarkjólar

Það er nú ekki brúðkaup í spilunum hjá mér ( ekki sem ég veit af allavega, haha) En mér finnst samt fátt skemmtilegra en að skoða myndir af fallegum brúðarkjólum. Ég er kannski smá “over the top” þegar kemur að brúðarkjólunum en ég er alveg sjúk í kjólana hér að neðan og er ég viss um að einhver ykkar mun vera það líka!

Úff þessir kjólar eru GUÐDÓMLEGIR!

 

Inga Kristjáns: Uppáhalds outfittið mitt þessa dagana

Uppáhalds outfittið mitt

Ég er komin í svo mikið sumarskap! Það sést alveg rækilega á fataskápnum mínum. Ég fór verslaði mér þessa guðdómlegu Holly&Whyte kápu í Lindex og fengu gallabuxurnar og bolurinn alveg óvart að fljóta með heim.


Kápan kostar 11.990 kr í Lindex og er einnig til dökkblá og rauð.


Bolurinn kostar 1499kr í Lindex og fæst í 3 öðrum litum.


Buxurnar heita VERA og kosta 4699kr í Lindex. Þær eru uppháar og alveg ótrúlega þægilegar.

Ég er alveg mega skotinn í þessu outfitti og ég hlakka til að versla mér meira sumarlegt í fataskápinn!

Af hverju er þessi litli vasi á gallabuxum ?

Hefur þú velt því fyrir þér af hverju það er lítill vasi framan á flestum gallabuxum. Hann er of lítill til að geyma t.d lykla eða síma og í flestum tilvikum er vasinn ekkert notaður.

Ástæðuna fyrir þessum vasa má rekja til ársins 1873 þegar Levi’s hóf framleiðslu á gallabuxum.  Vasinn var notaður til að geyma vasaúr en í þá daga  tíðkaðist það ekki að vera með armbandsúr.

download

3b6aae6796ac5722c377403b6c748fe1

Spurning hvort að það sé ekki hægt að nota þennan vasa á einhvern hátt t.d fyrir tiggjópakka, naglaklippur eða …………….. ekki?

Þá vitum við það!

levis-waterless-jeans-1-537x402

krom1

Flott trend skór með dýramunstri

Eye of the Tiger

Skór með dýramunstri eru vinsælir um þessar mundir og verða greinilega áfram enda sjúklega flott trend að okkar mati.

Við fundum nokkra sem okkur líst vel á og settum link hér að neðan.

 

skor.is  sjá HÉR

NTC sjá HÉR

 

 

 

HönnunarMars fer fram í tíunda sinn dagana 15. – 18. mars 2018 glæsileg dagskrá

HönnunarMars fer fram í tíunda sinn dagana 15. – 18. mars 2018.

Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar.

Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun.

 

Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með hverju ári og tekur þátt í HönnunarMars.

Á HönnunarMars býðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur. Hátíðin er orðin mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mjög mikið fyrir þátttakendur.

Trending – Smellu-spennur aftur í tísku

 

’90s hártískan er svo sannarlega með endurkomu

Það var áberandi ’90s hártíska á tískuvikunum sem hafa verið undanfarið.

Gamli góði kamburinn var áberandi.

Og þetta hárband er orðið vinsælt aftur.

Það kemur því ekki á óvart að smellu-spennur komi aftur í tísku.

 

Smellu-spennur hafa meira verið notaðar af litlum stelpum að undanförnu en nú eru þær heitt trend fyrir allan aldur.