Nokkur frábær ráð þegar þú ert að ferðast

Ferðalög eru dásamleg,  hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga

Picture-91

Ekki pakka of miklum farangri.
Sérstaklega þegar ferðast er með lággjalda-flugfélögum sem rukka bæði eftir þyngd og fyrir hverja innritaða tösku. Flestir kaupa eitthvað í ferðinni og gott að hafa auka pláss í töskunni.   Ágætt er að spyrja sig aftur og aftur þegar pakkað er: “Get ég verið án þess?” Og ef svarið er já, skilja það þá eftir

Ekki gera þér of miklar væntingar

Það er gott að stilla væntingunum í hóf og muna að þú ræður í hvernig skapi þú vilt vera. Það er fátt leiðinlegra en að búast við allt of miklu og verða svo fyrir vonbrigðum

vl9TQNj

Mundu að hvíla þig vel.

Flestir verða pirraðir og geðvondir ef þeir eru þreyttir og illa fyrir kallaðir .  Njóttu þess að hvílast og hlaða batteríin þá er allt svo miklu auðveldara.

Athugaðu vel hvað er innifalið í verðtilboði á bílaleigubílnum

Gættu sérstaklega að því hvort öll gjöld og skattar séu innifaldir. Þegar neytendur skoða hagstæðustu verðin á bílaleigubílum á netinu eru uppgefin verð oft miðuð við lágmarksupphæð án trygginga og aukabúnaðar.

 

Símnotkun í útlöndum

Hér finnurðu nokkur góð ráð sem hjálpa þér að halda símkostnaðnum niðri þegar þú ert á ferðalagi erlendis.

be-nice

Vertu alúðleg/ur

Gerðu þér og þeim sem þú hefur samskipti við þann stóra greiða að vera alúðleg/ur og almennileg/ur. Þú færð svo miklu betri þjónustu þannig og öll samskipti verða auðveldari

Afrit af passa

Ferðastu ávallt með afrit af passanum þínum, ýmist ljósrit eða jafnvel pdf og/eða mynd af passanum + helstu upplýsingum sem máli skipta í tölvupósti, í símanum þínum og jafnvel passamyndir til vara. Þannig gengur mun betur að fá bráðabirgðapassa ef hann týnist

iStock_000013615198Small

Takið myndir 

Það er svo skemmtilegt að eiga fullt af myndum úr ferðalaginu gott að  muna eftir því að kaupa auka minniskort.

 

Góða ferð