Naan Pizza – einfalt og sjúklega gott

Hér er uppskrift af sjúklega góðri pizzu sem gæti ekki verið einfaldari, eins og með heimagerðar pizzur velur þú þitt uppáhalds álegg.

Hér er eins sjúklega góð og uppskriftin er miðuð við þrjú naan brauð þú þarft:

Naan-brauð fást tilbúin í flestum verslunum.

2 kjúklíngabringur sem þú eldar í ofni með með barbecue sósu.

2 avocadó

Barbecue sósu

Mozzarellaost

Setur barbecue sósu á naan brauðið, síðan sneiðar af mozzarellaosti, rífur niður kjúklingabringur  og inn 200° heitan ofn í 10-15 mín

Þegar þú hefur tekið brauðið úr ofninum bætir þú við avocadó-sneiðum og salt og pipar eftir smekk.

VOLA

 

 

Sykurlaust páskaegg með piparmyntu

Páskaegg með piparmyntu

Jæja þá er farið að styttast í páskana og freistingarnar eru í gámavís í verslunum landsins. Súkkulaði af öllum stærðum og gerðum, troðfullt af sykri og gúmmelaði. Örvæntum þó ekki, borðum bara vel áður en farið er í verslunarferðina og verum skynsöm. Það er auðvelt að útbúa sykurlaus egg ef maður vill ekki vera einn úti í horni á páskadag með eitt harðsoðið og mér finnst piparmynta svo góð að ég ákvað að fylla mín egg með piparmyntukremi.

paskaegg

Piparmyntufyllt páskaegg

Fylling:

100 g kókosolía
80 g sukrin melis
2 tsk piparmyntudropar ( KÖTLU )
10 dropar Via Health stevía, bragðlaus
1/2 tsk vanilludropar
1 msk rjómi má vera laktósafrír

 

Pískið allt vel saman, tekur smá stund að blandast en það gerist öruggulega. Hellið í konfektform og frystið.

 

Súkkulaðið í eggin:

60 g kókosolía
70 g kakósmjör ( fæst frá Sollu í gylltum pokum)
50 g Sukrin melis
30 g kakó
10 dropar Via health stevía bragðlaus eða vanillu
1 tsk hnetusmjör
nokkur saltkorn

paskaegg 2

Hitið olíuna og smjörið saman, blandið sætunni út í og að lokum kakóinu.
Hellið súkkulaði í páskaeggjaform (ég keypti svona litla helminga) upp að 1/3 Frystið.
Setjið nú frosið piparmyntunammið ofan í formin, gæti þurft að skera niður í litla bita ef það er of stórt. Hellið svo restinni af súkkulaðinu yfir og frystið aftur. Tilbúið eftir 20 mín fylltir súkkulaðimolar eða egg með piparmyntu.

Ath. að piparmyntuuppskriftin er pínu stór, mætti helminga hana eða eiga bara aukalega af piparmyntunammi til að maula á eða nota sem krem á köku.

 

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

Uppskrift – dásamleg skinkuhorn sem eru hveiti og sykurlaus

Skinkuhorn
3 egg
100 gr rjómaostur
1 msk chia mjöl/ möluð chiafræ duga líka
1 msk HUSK ég nota POWDER frá NOW
ögn salt
6-8 dropar Via Health dropar Stevía Original
1/2 tsk laukduft ( valfrjálst)
Fylling:
Beikonsmurostur
Silkiskorin skinku ALI
Þeytið hvítur í hrærivél, setjið til hliðar í aðra skál.
Þeytið því næst eggjarauðurnar ásamt rjómaostinum, kryddum,chia og HUSK
Blanda svo eggjahvítum varlega út í.
Smyrjið þessu á smjörpappír t.d. í 2 jafna hringi, nota alltaf pappírinn úr
KOSTI hann festist ekki við allt.
Bakaði í 180 gráður í sirka 10 mín eða þar til hægt er að koma við deigið án þess að það klístrist.
Skerið hvorn hring niður í ca 6 geira og setjið fyllinguna yst við breiðu brúnina,1/2 tsk af beikonosti og 1/2 skinkusneið er hæfileg fylling. Rúllið svo varlega upp deiginu í horn.

Stráið mosarella osti yfir og bakið aftur í 5 mín.
rjomaostur skinkuhorn3rjomaostur skinkuhorn4rjomaostur skinkuhorn

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

Hollt grænmetislasagne með linsubaunum uppskrift frá NLFÍ

Linsubaunir í stað nautahakks!

Efni:
um 2 dl. linsubaunir
1 laukur
2 gulrætur
2 sellerístilkar
1/2 brokkolí
nokkrir sveppir
1/2 paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2 litlar dósir tómatpúrra
fullt af hvítlauk (eða eftir smekk)
salt og pipar

2 msk. smjör/smjörlíki
3 msk hveiti
c.a. 4 dl mjólk
ostur að eigin vali og eftir smekk. Mjög gott er að nota gráðost eða brie
lasagneblöð
rifinn ostur til að setja yfir

Meðhöndlun:
Stilltu ofninn á 200°c

Settu linsubaunir í pott ásamt hálfum lítra af vatni og kveiktu undir.

Skerðu smátt eða settu allt grænmeti í mulinexvél og saxaðu smátt (en ekki mauka það). Gott er að saxa það í smáskömmtum þar sem vélarnar taka ekki allt grænmetið í einu.
Steikið á stærstu pönnu sem til er í eldhúsinu ásamt ólívuolíu.

Þegar grænmetið er farið að mýkjast er niðursoðnum tómötum bætt útí (gott er að skella þeim í blandarann fyrst), bættu einnig tómatpúrru í.

Þá er hvítlaukur kreistur út í og saltað og piprað.

Þegar hér er komið er linsubaunum ásamt afgangsvatni úr pottinum hellt útí og látið malla á meðan ostasósan er búin til.

Ostasósa:
hveiti og smjör brætt í litlum potti.
Mjólk bætt útí smátt og smátt og hrært á milli þar til verður kekkjalaust í hvert sinn.
Ostinum bætt útí ásamt salti eftir smekk.

Svo er smá ostasósusletta og grænmetissósa sett á botninn á stóru bökunarformi, þar næst lasagneblöð, ostasósa, grænmetissósa, lasagneblöð, ostasósa, grænmetissósa, lasagneblöð o.s.framvegis.
Svo er endað á sósunum á toppinn og rifinn ostur settur yfir.

Þetta er bakað í ofni við 200°c í um 30 mín.

Það þarf ekki að fá samviskubit þegar maður borðar þennan rétt!!!

Grein frá NLFÍ HÉR 

Tveir geggjaðir kaffidrykkir – Karamellu latte og Súkkulaði cappucino

Latte macchiato: Mjólkin og mjólkurfroðan er sett í glasið á undan kaffinu og það fyllt upp að
börmum. Þegar mjólkurfroðan hefur fallið eilítið er espressó hellt rólega í glasið með hringlaga hreyfingu. Þegar þetta er gert nógu varlega verður til falleg lagskipting.

Innihald
1 hluti espressó
3 tsk karamellusíróp
2 hlutar flóuð mjólk
• Pipp karamellusúkkulaðimoli
satrMjólkurfroðaÞegar gera á mjólkurfroðu þá er upplagt að nota G-mjólk frá MS. G-mjólk er leifturhituð nýmjólk
og sérlega góð í kaffidrykki með mjólkurfroðu því hún freyðir betur heit en venjuleg gerilsneydd
mjólk. Nýmjólk og Fjörmjólk gefa einnig góða froðu. Þegar sóst er eftir léttari útgáfu af kaffidrykkjum
er tilvaliðað freyða létt G-mjólk eða Fjörmjólk. Mjólkurfroða er fengin með gufu, sérstökum mjólkurfreyðikönnum eða þeyturum.Það þarf ekki að eiga neinar sérstakar græjur til að gera mjólkurfroðu. Hægt að
komast af með sultukrukku og örbylgjuofn. Fylltu krukkuna ekki meira en til hálfs af mjólk, skrúfaðu lokið á og hristu eins og þú getur í um 30 sek. Taktu lokið af, hitaðu mjólkina í um 30 sek. Í örbylgjunni og þú ert kominn með ágætis mjólkurfroðu í kaffið þitt.Aðferð: Mjólkurfroða með gufu
Til að ná sem bestum árangri verður mjólkin að vera köld og gott er að nota stálkönnu. Kannan er fyllt að einum haldið rétt undir yfirborðinu. Þegar kannan er nánast of heit viðkomu (um 65°C) er gufustútnum dýft til botns í nokkrar sekúndur; þá er mjólkurfroðan tilbúin. Gott er að slá könnunni létt við og snúa mjólkinni í könnunni til að froðan blandist betur en hún á að vera þykk og ekki loftkennd.

Innihald
1½ msk súkkulaðisíróp
3 tsk vanillusíróp
2 stk espressóskot og hrært í
• Freyðið mjólk og setjið varlega út í. Skreytt með súkkulaðiflögum, þeyttum rjóma og súkkulaðisírópi
sfd

Mjólkurfroða

Þegar gera á mjólkurfroðu þá er upplagt að nota G-mjólk frá MS. G-mjólk er leifturhituð nýmjólk
og sérlega góð í kaffidrykki með mjólkurfroðu því hún freyðir betur heit en venjuleg gerilsneydd
mjólk. Nýmjólk og Fjörmjólk gefa einnig góða froðu. Þegar sóst er eftir léttari útgáfu af kaffidrykkjum
er tilvaliðað freyða létt G-mjólk eða Fjörmjólk. Mjólkurfroða er fengin með gufu, sérstökum mjólkurfreyðikönnum eða þeyturum.

Það þarf ekki að eiga neinar sérstakar græjur til að gera mjólkurfroðu. Hægt að
komast af með sultukrukku og örbylgjuofn. Fylltu krukkuna ekki meira en til hálfs af mjólk, skrúfaðu lokið á og hristu eins og þú getur í um 30 sek. Taktu lokið af, hitaðu mjólkina í um 30 sek. Í örbylgjunni og þú ert kominn með ágætis mjólkurfroðu í kaffið þitt.

Aðferð: Mjólkurfroða með gufu
Til að ná sem bestum árangri verður mjólkin að vera köld og gott er að nota stálkönnu. Kannan er fyllt að einum haldið rétt undir yfirborðinu. Þegar kannan er nánast of heit viðkomu (um 65°C) er gufustútnum dýft til botns í nokkrar sekúndur; þá er mjólkurfroðan tilbúin. Gott er að slá könnunni létt við og snúa mjólkinni í könnunni til að froðan blandist betur en hún á að vera þykk og ekki loftkennd.

Uppskriftir frá Gott í Matinn HÉR 

 

 

Uppskrift – Súkkulaði­ ­marengskaka

150 g hveiti
75 g kakó
1 tsk lyftiduft
Hn.odd salt
125 g smjör
250 g sykur
4 stk egg, aðskilin
125 ml mjólk
125 g sýrður rjómi
Möndluflögur
3–4 dl rjómi
1 msk sykur
300 g jarðarber
Setjið saman í skál hveiti, kakó, lyftiduft og salt. Vinnið smjörið og 100 g af sykrinum saman þar til létt og ljóst, setjið rauðurnar saman við eina í einu. Látið þurrefnin saman við ásamt mjólk og sýrðum rjóma, vinnið mjög rólega saman. Þeytið eggjahvíturnar með 150 g af sykrinum þar til góður marengs er kominn. Setjið deigið í tvö smurð form ca. 22 cm og dreifið vel út. Smyrjið síðan marengsinum varlega yfir botninn. Setjið möndluflögur yfir marengsinn og bakið svo kökuna við 180°C í ca. 35 mín. Gott er að leggja álpappír yfir marengsinn um helminginn af bökunartímanum svo marengsinn verði ekki of dökkur. Skerið jarðarberin niður og setjið á neðri botninn. Þeytið ca. 3–4 dl af rjóma og smyrjið yfir berin. Látið svo hinn botninn yfir rjómann.
Uppskrift af uppskriftavef Hagkaups HÉR

Inga Kristjáns: Einföld og hrikalega góð uppskrift af Spagetti Bolognese

Ég ætla ekki að stela heiðrinum af þessum ROSALEGU kjötbollum sem kærastinn minn gerir mög oft, en ég fékk þó leifi hjá honum til að deila uppskriftinni hér með ykkur. En þessar bollur eru eitt það besta sem ég fæ.

Það er mjög auðvelt að búa þær til,  þær eru matmiklar og frábærar í nesti daginn eftir! Vindum okkur í þetta …

Það sem þú þarft:

  • 100% ungnautahakk (meigið nota hvaða hakk sem er)
  • 2 hvítlauksgeira (smáttskorinn)
  • 1 lauk (smáttskorinn)
  • Tvær lúkur mulið doritos
  • 1 egg
  • Rifinn Mexico ostur (hálfur)
  • Salt
  • Pipar
  • Jamie Oliver Basil Sauce
  • Jamie Oliver Spagetti

Byrjaðu á því að stilla ofninn á 180 gráður svo hann sé tilbúin. Leggðu bökunarpappír á ofnplötu og hafðu það tilbúið við hliðina á þér. Settu öll hráefnin í stóra skál og brjóttu eggið útá. Síðan skaltu hnoða hráefnið saman og búa til kúlur (þú ræður algerlega stærðinni á þeim) Kúlunum raðaru síðan á ofnplötuna. Skelltu síðan bollunum inní ofn en þær þurfa 9-10 mín á blæstri. Á meðan þær bakast skaltu huga að pastanu, en það þarf 10-12 mín í suðu.

Þegar allt er tilbúið skaltu garga á alla fjölskyldumeðlimi og láta vita af því að það sé kominn geggaður matur á borðið og þau þurfi að ganga frá eftir matinn, gott að nefna það áður en fólk byrjar að borða því þá er erfitt fyrir þau að segja nei.

En Basil sósunni er síðan bara hellt útá réttinn eftir hentisemi, það er gríðarlega gott að skella smá ferskum basil útá og jafnveg að hafa hvítlauksbrauð með.

Þetta er alveg rosalega einföld máltíð og fljótleg. Þessi uppskrift hér að ofan ætti að duga fyrir þrjá, þar sem þetta er einstaklega matmikið.

En þá segi ég bara, bon appatit!

Þar til næst xx

Ljúffengt lasagna með grænmeti og stökkum osti

Ljúffengt lasagna

Hráefni

1 pakki nautahakk

2 laukar – saxaðir

2 hvítlauksgeirar – saxaðir

1 dós tómata og basil pasta sósa frá Jamie Oliver

1 dós sýrður rjómi

1 gráðaostur

1 dós kotasæla

1 poki rifinn ostur

1 pakki lasagne plötur frá Jamie Oliver

Fersk basilika

Ferskir tómatar

1 peli rjóma

3 gulrætur

1 paprika rauð

Oregano krydd

Steinselju krydd

Ítalskt panini krydd

Salt og pipar

 

Leiðbeiningar

Laukur og hvítlaukur er brúnaður á pönnu með olíu. Hakkið er kryddað vel og bætt saman við laukinn.

Þegar hakkið er vel steikt þá er papriku, gulrótum, tómötum og basiliku bætt saman við.

Bræðið síðan gráðaostinn í rjómanum og passið að hræra vel í á meðan. Hitið ofninn í 180°C.

Raðið í tvö lög, fyrst er kjötið er sett neðst í eldfast mót, kotasælunni er hrært saman við sýrða rjómann og smurt ofan á lasagne plöturnar og gráðaostasósunni hellt yfir milli laga. Rifnum osti er dreift yfir allt og sett inn í heitann ofninn í 40 mínútur.

Berið fram með salati, fetaosti og ferskum tómötum.

 

Uppskriftin var fengin af uppskriftarvef Krónunnar.

Þessi uppskrift er frá Tinnu Alavis, http://alavis.is/category/uppskriftir

Inga Kristjáns: Uppskrift af uppáhalds kjúklingasalatinu mínu!

Uppáhalds kjúklingasalatið mitt!

 

Það sem þú þarft er:
– Kjúklingabringur
– Salt
– Pipar
– Satay sósa
– Spínat
– Gulrætur
– Ananas
– Gúrka
– Tómatar
– Doritos snakk ( má sleppa )
– Fetaostur ( má sleppa )

Aðferð:
Byrjaðu á því að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steiktu þá á pönnu, settu vel af bæði salti og pipar. Á meðan kjúklingurinn er að steikjast skaltu undirbúa salatið.

Mér finnst alveg ótrúlega gott að mylja doritos snakk úta salatið, það gerir alveg bilað gott bragð en gerir réttinn auðvitað aðeins óhollari, svo það má alveg sleppa því skrefi. Ég blanda salatinu saman í skál ásamt doritos kurli og fetaosti. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúin skaltu skella smá satay sósu á hann, bara til að fá smá extra bragð. Þegar kjúklingurinn er alveg tilbúin set ég hann ofan í salatið og hræri öllu vel saman og helli restinni af Satay sósunni útá.

Ég er að segja ykkur það að þetta er einn bragðbesti réttur sem ég hef prufað. Það besta við hann er að hann er geggjaður daginn eftir líka!

 

Verið ykkur að góðu.

Hollur helgarbrunch fyrir ykkur sem eruð komin með nóg af óhollustu!

Það er eitthvað svo ótrúlega notarlegt að setjast niður og fara yfir vikuna með góðum brunch og vinum eða fjölskyldu. Helgarbrunch er orðin fastur liður hjá mörgum, hann er þó oftast nær langt frá þvi að vera hollur.. Hérna koma nokkrar hugmyndir af brunch

Banana chia protein pönnukökur!

1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleyti í 10 mín)

1 egg + 1 eggjahvíta

1 skúbba af prótein, ca 30gr (ég notaði Whey frá Now Iceland)

1 stappaður banani

Dash af hnetumjólk/vatni

tsk matarsódi

1/2 tsk kanil, kardimommu eða nutmeg

1-2 tsk létt jógurt

1-2 tsk sæta, ekkert must (ég notaði lucumaduft og nokkra dropa af Now Iceland Stevia)

Öllu hrært vel saman og bakaðu á heitri pönnu – gott að setja kókosolíu á pönnuna áður, ég nota samt alltaf vegetable cooking spray.

Það algjört nammi að toppa pönnsurnar með bláberjum og Walden Farmers calorie free syrup!

Uppskrift: Helga Gabríela

Grænn og vænn

1 1/2 bolli af fersku spínati
1/2 bolli af fersku kóríander
1 1/2 bolli af frosnu mangó
1 bolli af ananas
1/2 avocado

Allt sett saman í blandara og einnig er hægt að bæta við smá klökum efað þú vilt hafa hann extra kaldann. Drekkið úr háu glasi með fallegu röri…

Eggjamuffins

Egg

Grænmeti

Kjúkklingaálegg

Smá mozzarella

Salt & Pipar

Blandið öllu saman í skál með smá mjólk og setjið í muffinsform, þessar eru hollar og dásamlega góðar.

Grísk jógúrt með múslí og ávöxtum

Grísk jógúrt

Uppáhalds múslí-ið ykkar

Ávextir

Agave sýróð, hunang eða smá stevia (val)

Setjið þetta lagskipt í fallegar krukkur eða glös

Hollar bláberjamuffins sem gleðja

3 egg 
1 banani
2 bollar bláber, frosin eða fersk
1 bolli hafrahveiti
1 bolli möndlumjöl
8 dropar Via Health stevia
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilluduft

Sniðugt að bæta við t.d. klípu af kanil, chia fræjum eða hnetum.

Aðferð:

Öllu blandað saman fyrir utan bláberin, betra er að bæta þeim við eftir að öllu hefur verið hrært vel saman.

Setjið í muffinsform og bakið við 180°C í u.þ.b. 20 -25 mín eða þar til liturinn er orðinn fallegur.

Ávaxtapinnar

Grillspjót

Ávextir

Þræðið uppáhalds ávextina upp á grillspjót, einfalt og þæginlegt..

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR