DIY- Sjúklega flott marmara páskaegg

Marmarapáskaegg

Það sem þú þarft er:

-Gúmmíhanskar

-stóra og góða skál eða plastbox (sem má skemmast)

-naglalökk

-vatn við stofuhita

-tannstöngul

-egg

Gott er að setja vatn í skálina kvöldið áður og leyfa því að standa út á borði yfir nóttina, því ef að vatnið er of kalt eða of heitt verður áferðin ekki falleg.

Setjið á ykkur hanska svo hendurnar verði ekki allar út í naglalakki. Blásið rauðunni og hvítunni úr egginu. Nú er bara að nota hugmyndaflugið, en það má nota allskonar liti af naglalökkum sem gerir þetta verkefni ennþá skemmtilegra. Notið naglalakkaburstann eða mjóan grillpinna og dýfið honum í vatnið með naglalakkinu á, þetta þarf að gera nokkrum sinnum og með mismunandi litum ef þið viljið hafa eggin litrík. Notið tannstöngul til að búa til munstur í skálinni. Setjið eggið varlega í skálina og veltið því um, næst er að dýfa því alveg ofan í skálina í sekúndu og kippa því uppúr, leggið það til þerris á bökunarpappír.

Erna Kristín – Viltu skreyta heimilið með stórum fallegum myndum af fjölskyldunni ? Hér eru æðislegar hugmyndir!

Fjölskyldu-mynda-veggur

Ég er búin að vera með þvílíkan hausverk yfir veggjum heimilisins.

Ég er ekki til í þennan týpíska fjölskylduvegg og langar svo að gera eitthvað öðruvísi. Ég rakst á þessar hugmyndir á Pinterest og finnst þær ekkert smá flottar!

Ekkert smá skemmtilegar hugmyndir!

Sé þetta alveg fyrir mér heima !

Æði! 

xx

Erna Kristín

Fallegar páskaliljur eru dásamlegar – en hvernig á að hugsa um þær!

Páskaliljur

Páskarnir eru oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma.

Páskaliljur má  fá afskornar  fyrir páska, Hafi þær ekki farið í vatn, má geyma þær þurrar, innpakkaðar í sellófan á kæli í allt að 7 daga. Áður en þær eru settar í vatn eru skornir um 2 cm neðan af stilknum og blómin sett í vasa með litlu vatni í.

Afskornar páskaliljur standa í c.a viku en þær einnig  hægt að fá á lauk. Ræturnar fara þá niður í vatnið en það verður að passa að laukurinn sjálfur blotni ekki því þá myglar hann.

Íris – Fallegt stelpu herbergi fyrir lítinn pening!

Fallegt barnaherbergi fyrir lítinn pening

 

Ertu að gera upp barnaherbergi og langar að gera það fallegt fyrir lítinn pening? Þá mæli ég með því að skoða nytjamarkaði en þar má finna ótal margt.  Ég gerði mér ferð í Góða hirðinn í dag og sá svo ótrúlega margt sniðugt og fallegt fyrir barnaherbergið. Hérna ætla ég að deila með ykkur myndum úr Góða hirðinum og svo hugmynd af því hvernig hægt er að nýta hlutinn. Svo er bara að láta hugmyndaflugið stjórna ferðinni enda erum við með misjafnann smekk.

Ótrúlega fallegur skápur sem að myndi fara vel inn í stelpu herbergi. Góð lausn fyrir snyrti eða skrifborð þar sem hægt er að loka því og nýta þá plássið betur. Ég myndi mála hann í einhverjum fallegum lit, taka græna efnið innan úr og nota jafnvel annan lit inn í skápnum. Liturinn heartwood frá Sérefni yrði líklega fyrir valinu hjá mér á allan skápinn og einhver ljósari tónn inn í skápnum.

Það má finna mikið úrval af náttborðum en þessi fannst mér svaka sæt fyrir barnaherbergi. Upp með pensilinn!

Útskornir speglar eru ótrúlega fallegir og þessi gyllti antik spegill væri flottur inn í barnaherbergi.

Þessi stóll var á 1500 krónur og ég tel barnaherbergi vera fullkomið heimili fyrir hann! Hægt er að leika sér með hann og nota kögur og liti eða smella í hann gæru til að fá meira kósý útlit. Ég myndi allavega splæsa í púða til að sitja á þar sem það vantar aðeins í setuna en fallegur er hann!

Þessi kista greip athygli mína enda hægt að nýta hana í margt. Kistan væri hentug inn í barnaherbergi undir leikföng, bækur eða bangsa og jafnvel hægt að setja púða ofan á og búa til bekk. Miklir og hagnýtir möguleikar.

Krítartafla er alltaf góð hugmynd fyrir barnaherbergið! Þessi rammi er fullkomin til þess að útbúa fallega krítartöflu. Málið inn í með krítarmálningu og rammann í fallegum lit eða leyfið honum að njóta sín í upprunalegri mynd. Litlu listamennirnir okkar eiga eftir að meta þetta DIY!

Það er mikið úrval til af körfum og geymslukössum en það er gott að eiga nóg til af geymsluplássi fyrir leikföngin.

xx

Instagram: iristara87

 

 

Flott páskaföndur sem allir geta gert að sínu

Við höfum áður fjallað um Sharpie pennan HÉR en hann er algjör snilld að okkar mati.  Hér eru nokkrar myndir þar sem þessi sniðugi  penni er í aðalhlutverki.  Sjúklega flott páskaföndur og flestir geta tekið þátt og gert sína eigin útfærslu á skreytingu.3aa96a35addd3460af9c24d38429be47

277bcce3035612cfcfbb11c6f99225f4 - Copy

6589feebbb9d282a81d5498fda21ec4f

ggrjwamwh4hk3z0wsshu514b8b86ea288 - Copy

8daae2cd8d715b608cbb7084305cf5eb

1435598456-54fe6c4e26a27-ghk-blackandwhite-eastereggs-lgn

 

Hægt er að kaupa Sharpie  pennann í föndurverslunum við fengum okkar í Föndru

Góða skemmtun

krom21

 

Gramsleiðangur í þann Góða klikkar ekki, fullt af flottu dóti í boði

Kíktum í smá gramsleiðangur í Góða Hirðinn og sáum nokkra flotta hluti sem hægt er að kaupa á lítinn pening.

T.d þessi legubekkur sem er dásamlega fallegur og vel með farinn.

Flott hliðarborð

Maríustytta 1.750 kr

Flottir kollar

Vantar einhverjum flott náttborð?

Mikið útval af flottum stólum sem þurfa smá ást og umhyggju.

 

Flottir speglar í öllum stærðum og gerðum.

Smá nostalgía í þessum sófa

Flott og stór þessi motta.

Gaman að fara í Góða Hirðinn og gefa sér smá tíma til að gramsa.

Á óskalistanum – Bleikt New Wave optic veggljós

Bleikt New Wave optic veggljós

Mig langar mikið í þetta flotta ljós og er mað stað fyrir það í huga heima hjá mér.

Læt nokkrar inspiration myndir fylgja með til þess að fleiri geti dáðst að því.

Vonandi verður það mitt sem fyrst!

Ljósið fæst í Snúrunni HÉR