Inga Kristjáns: Guðdómlega fallegir brúðarkjólar

Fallegir brúðarkjólar

Það er nú ekki brúðkaup í spilunum hjá mér ( ekki sem ég veit af allavega, haha) En mér finnst samt fátt skemmtilegra en að skoða myndir af fallegum brúðarkjólum. Ég er kannski smá “over the top” þegar kemur að brúðarkjólunum en ég er alveg sjúk í kjólana hér að neðan og er ég viss um að einhver ykkar mun vera það líka!

Úff þessir kjólar eru GUÐDÓMLEGIR!

 

Inga Kristjáns: Uppáhalds outfittið mitt þessa dagana

Uppáhalds outfittið mitt

Ég er komin í svo mikið sumarskap! Það sést alveg rækilega á fataskápnum mínum. Ég fór verslaði mér þessa guðdómlegu Holly&Whyte kápu í Lindex og fengu gallabuxurnar og bolurinn alveg óvart að fljóta með heim.


Kápan kostar 11.990 kr í Lindex og er einnig til dökkblá og rauð.


Bolurinn kostar 1499kr í Lindex og fæst í 3 öðrum litum.


Buxurnar heita VERA og kosta 4699kr í Lindex. Þær eru uppháar og alveg ótrúlega þægilegar.

Ég er alveg mega skotinn í þessu outfitti og ég hlakka til að versla mér meira sumarlegt í fataskápinn!

Inga Kristjáns: Einföld og hrikalega góð uppskrift af Spagetti Bolognese

Ég ætla ekki að stela heiðrinum af þessum ROSALEGU kjötbollum sem kærastinn minn gerir mög oft, en ég fékk þó leifi hjá honum til að deila uppskriftinni hér með ykkur. En þessar bollur eru eitt það besta sem ég fæ.

Það er mjög auðvelt að búa þær til,  þær eru matmiklar og frábærar í nesti daginn eftir! Vindum okkur í þetta …

Það sem þú þarft:

 • 100% ungnautahakk (meigið nota hvaða hakk sem er)
 • 2 hvítlauksgeira (smáttskorinn)
 • 1 lauk (smáttskorinn)
 • Tvær lúkur mulið doritos
 • 1 egg
 • Rifinn Mexico ostur (hálfur)
 • Salt
 • Pipar
 • Jamie Oliver Basil Sauce
 • Jamie Oliver Spagetti

Byrjaðu á því að stilla ofninn á 180 gráður svo hann sé tilbúin. Leggðu bökunarpappír á ofnplötu og hafðu það tilbúið við hliðina á þér. Settu öll hráefnin í stóra skál og brjóttu eggið útá. Síðan skaltu hnoða hráefnið saman og búa til kúlur (þú ræður algerlega stærðinni á þeim) Kúlunum raðaru síðan á ofnplötuna. Skelltu síðan bollunum inní ofn en þær þurfa 9-10 mín á blæstri. Á meðan þær bakast skaltu huga að pastanu, en það þarf 10-12 mín í suðu.

Þegar allt er tilbúið skaltu garga á alla fjölskyldumeðlimi og láta vita af því að það sé kominn geggaður matur á borðið og þau þurfi að ganga frá eftir matinn, gott að nefna það áður en fólk byrjar að borða því þá er erfitt fyrir þau að segja nei.

En Basil sósunni er síðan bara hellt útá réttinn eftir hentisemi, það er gríðarlega gott að skella smá ferskum basil útá og jafnveg að hafa hvítlauksbrauð með.

Þetta er alveg rosalega einföld máltíð og fljótleg. Þessi uppskrift hér að ofan ætti að duga fyrir þrjá, þar sem þetta er einstaklega matmikið.

En þá segi ég bara, bon appatit!

Þar til næst xx

Inga Kristjáns: Baðherbergis innblástur VOL 1

Baðherbergisbreytingar

Ég er svo brjálæðislega spennt fyrir þessari færslu og komandi tímum, ég er alveg að farast! Ég keypti mér íbúð ásamt kærastastum mínum fyrir rúmu ári síðan, við höfum verið mjög ósátt við baðherbergið okkar og höfuð ákveðið að taka það alveg í gegn. Allt fær að flakka og ætlum við að gera það algerlega eftir okkar höfði. Nú fer að líða ansi hratt að breytingum og erum við byrjuð að leggja höfuð í bleyti og reyna að ákveða hvernig við ætlum að hafa nýja baðherbergið. Við erum bæði mjög hrifinn af dökkum flísum og dökku yfirbragði á rímum og ætlum við að hafa ” dark interior ” þema inná nýja baðherberginu.

Þar sem ég veit að það eru margir “home interior” áhugamenn hérna þá ákvað ég að deila öllu ferlinu með ykkur. Hugmyndavinnu, undirbúning og bara öllu! Ég hef verið að safna hugmyndum af baðherbergjum sem höfða til mín og ég ætla að deila þeim með ykkur hér svo þið fáið hugmynd um hvað ég er að spá. Þessi innblásturs færsla mun snúast mest um flísar að þessu sinni en ég mun svo sína ykkur seinna hugmyndir af innréttingnum sem ég er að spá í, blöndunartækjum, speglum og öðrum smáatriðum. Köllum þessa færslu bara ” Barðherbergis innblástur VOL 1″



Ég er svo óendanlega hrifin af svörtum háglans “subway” flísum. Mér finnst þær gera rímið svo ótrúlega fallegt og mun ég síðan poppa upp dökka litinn með plöntum eða handklæðum í ljósari litum.


Ég er líka alveg ótrúlega skotin í svona litlum detail flísum.

Eins ótrúlega hrifinn ég er af svörtum flísum eru hvítar líka að heilla mig, þá sérstaklega þegar það er sett svart á milli þeirra. Finnst tóna ótrúlega fallega saman að hafa svart gólf og hvíta veggi.

Ég hlakka alveg mega mikið til að leifa ykkur að fylgjast með og það væri líka æði ef þið myndum deila með mér hugmyndum ef að þið eruð með svona dökk baðherbergi heima hjá ykkur. Þetta verður svo ótrúlega gaman og í fyrsta sinn sem ég fæ að innrétta rími algerlega frá grunni.

Ég mun líka leifa fylgjendum mínum á snap chat að fylgjast með öllu, þannig ef þið hafið áhuga getið þið fylgt mér þar (ingakristjanss)

Inga Kristjáns: Uppskrift af uppáhalds kjúklingasalatinu mínu!

Uppáhalds kjúklingasalatið mitt!

 

Það sem þú þarft er:
– Kjúklingabringur
– Salt
– Pipar
– Satay sósa
– Spínat
– Gulrætur
– Ananas
– Gúrka
– Tómatar
– Doritos snakk ( má sleppa )
– Fetaostur ( má sleppa )

Aðferð:
Byrjaðu á því að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steiktu þá á pönnu, settu vel af bæði salti og pipar. Á meðan kjúklingurinn er að steikjast skaltu undirbúa salatið.

Mér finnst alveg ótrúlega gott að mylja doritos snakk úta salatið, það gerir alveg bilað gott bragð en gerir réttinn auðvitað aðeins óhollari, svo það má alveg sleppa því skrefi. Ég blanda salatinu saman í skál ásamt doritos kurli og fetaosti. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúin skaltu skella smá satay sósu á hann, bara til að fá smá extra bragð. Þegar kjúklingurinn er alveg tilbúin set ég hann ofan í salatið og hræri öllu vel saman og helli restinni af Satay sósunni útá.

Ég er að segja ykkur það að þetta er einn bragðbesti réttur sem ég hef prufað. Það besta við hann er að hann er geggjaður daginn eftir líka!

 

Verið ykkur að góðu.

Inga Kristjáns: Truflað flottar hárvörur sem ég er að elska

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Balmain Hair Couture vörurnar eru nú fáanlegar á Íslandi og mokast þær eins og heitar lummur útaf hárgreiðslustofum. Enda eru vörurnar gæðin uppmáluð og þeir sem fylgja tískunni vita að Balmain er eitt fremsta tískuhús í heimi og er það á borð við Gucci og Dior t.d. Þú getur smellt HÉR til að sjá alla sölustaði.

” Balmain hair couture er á borð við Gucci, Prada og Dior t.d”

Ég var ein af þeim sem gat varla beðið eftir að prófa þær og taldi ég niður dagana þegar ég frétti að þær væru væntanlegar í sölu til Íslands. Ég hef verið að prufa mig áfram með Balmain Paris vörurnar og er ég vægast sagt að tryllast yfir þeim! Mig langaði að segja ykkur frá 5 vörum sem ég er búin að nota nánast uppá dag síðan ég eignaðist þær. *Vörunar fékk ég að gjöf*

Balmain Paris – Ash Toner

Hvaða ljóska kannast við það að fá gula slikju yfir hárið og það að ljósu strípurnar dofna fljótt. Þessi vara er snilld til að halda einmitt þeim hlutum í skefjum. Þú spreyjar þessu yfir hárið, mér finnst gott að sprauta þessu í hárið á meðan það er aðeins rakt og blása svo yfir með hárblásara þá sé ég mestan árangur. Tonerinn lýsir hárið alveg helling og heldur gulum tónum alveg í skefjum. Mér finnst þessi vara algert æði og er ég búin að nota hana gríðarlega mikið

Balmain Paris – Silk Perfume

Ég hafði ekki hugmynd um að það væri til svona vara áður en ég fékk hana í hendurnar, en þetta er hárilmvatn. Ég er algerlega sjúk í þetta og lyktin er dásamleg. Ég nota þetta svo ótrúlega mikið, þá sérstaklega þá daga sem ég þvæ ekki á mér hárið ( er að æfa mig í að þvo hárið ekki daglega) Finnst þetta snilld ásamt þurrsjampóinu sem ég er að fara að segja ykkur frá hér að neðan. Þetta er klárlega vara sem maður vill alltaf hafa í veskinu.

Balmain Paris – Dry Shampoo

Þessa vöru nota ég svo ótrúlega mikið. Ég er með feitan hársvörð og verður hárið mitt mjög fljótt “skítugt” Eins og ég sagði ykkur hér að ofan er ég að æfa mig í því að þvo hárið ekki á hverjum degi, eins og ég gerði. Þannig það er snilld að geta gripið í svona þurrsjampó, en samt ekki hvaða þurrsjampó sem er. Ég hef prufað alveg gríðarlega mörg og finnst mér þetta það allra besta sem ég hef prufað. Það kemst engin vara með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Snilld að eiga til í töskunni ásamt hárilmvatninu sem ég sagði ykkur frá áðan, þá er hárið þitt alltaf ferskt og vel lyktandi.

Balmain Paris – Argan Moisturizing Elixir

Þessi vara er svo fáránlega góð! Þetta er nokkurskonar serum sem er geggjað að bera í enda hársins. Varan kemur í veg fyrir slit í endum og byggir upp slit og skemmdir sem eru til staðar. Ég nota þetta alltaf í rakt hárið en renni þessu líka oft yfir þurrt hárið ef það er rafmagnað. Ekki skemmir fyrir hvað lyktin er fáránlega góð.

Balmain Paris – Texturizing Volume Spray

Ég þjáist af því að vera alger flathaus. Það eru ekki til liðir eða lyfting í hárinu mínu og gerir þessi vara því mjög mikið fyrir mig. Þetta er sprey sem gefur rótinni fyllingu og lyftingu. Mér finnst best að spreyja þessu í rótina þegar hárið er blautt og blása það síðan. Ég er sjúk í þessa vöru og nota hana mjög mikið. Mæli mjög mikið með henni ef þið eruð með flatt hár eins og ég.

Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri vörum frá Balmain! Eru þið búin að prófa?


Inga Kristjáns: Uppskrift af mínum uppáhalds drykk – Jarðaberja Límónaði

Strawberry Lemonade – Uppskrift

Þótt það sé kalt og vetrarlegt á Íslandinu okkar góða, þýðir það ekki að við getum ekki fengið sumarlegan drykk. Ég smakkaði jarðaberja límónaði eða “Strawberry Lemonade” í fyrsta skipti þegar ég fór til Los Angeles í september 2017. Ég endaði á að fá mér drykkinn tíu sinnum í ferðinni, þetta er bara svo gott! Þegar ég kom heim fór ég á stúfana eftir uppskrift og hef ég búið drykkinn til oft síðan. Ég má til með að deila þessum dásemdar drykk með ykkur.

Það eina sem er pirrandi við þennan drykk er að það er hrikalega mikill sykur í honum svo ég hef verið að prufa mig áfram með stevíu sykur frá The Good Good Brand og finnst mér það alveg jafn gott!

Hér kemur uppskriftin – Njótið vel:

 • 5-6 ferskar sítrónur
 • matskeið sítrónubörkur (saxaður)
 • 5 dl af vatni
 • 1 dl Steviusykur (bætið við eftir smekk)
 • Bolli af jarðaberjum (bollinn sem ég nota er 6 dl)
 • 3 dl kolsírt vatn

Sjóðið vatnið og sykurinn þangað til sykurinn hefur alveg bráðnað niður. Þegar það er tilbúið skal setja sítrónubörkinn og sítrónusafann saman við. Þetta skal fá að kólna alveg. Þegar þetta er orðið alveg kalt skaltu setja jarðaberin í blandara og hella svo útá drykkinn og hræra vel. Þegar þetta er allt komið skal hella kolsýrða vatninu útá. Skellið drykknum svo í kælinn í klukkutíma. Ekki hika við að bæta smá vodka útí ef þið eruð í þannig stuði, það bragðast mjög vel 🙂

Njótið vel!


Inga Kristjáns: Mexico Lasagna – Einföld og bragðgóð uppskrift



Þegar ég horfi til baka þá er ég búin að hafa þetta tiltekna lasagna í matinn einu sinni í viku í nokkra mánuði… Þetta er bara svo hrikalega gott og einfalt. Maður getur notað svo mikið af afgönum úr ískápnum, ég hef t.d bætt gulum baunum, gulrótum, pasta og allskonar útí bara svona því ég átti það til. Mæli með að þú prófir 🙂

 

Þú þarft:

 • Hakk
 • Fahitas Pönnsur
 • 1 Laukur
 • 1 Paprika
 • Brokkolí
 • Kotasæla
 • Doritos snakk (þitt uppáhalds)
 • Sýrður rjómi
 • Santa Maria Taco Sauce (mild)
 • Rifinn ost

Aðferð:
Byrjaðu á að kveikja á ofninun, stilltu á 180 gráður, blástur. Notaðu sleif til að smyrja rýrða rjómanum í botninn á eldfasta mótinu sem þú átt til, því stærra því betra. Náðu þér í pönnu og smelltu hakkinu á hana, skerðu laukinn, paprikuna, brokkolíið og settu útá hakkið. Þegar þetta er orðið þokkalega vel eldað skaltu setja 3-4 kúfullar skeiðar af kotasælu útí og mylja síðan 3-4 lúkur af dorítos snakki og setja það með. Að lokum, hellir þú heilli salsasósu útá (Ef þú keyptir litla) eða hálfri (ef þú keyptir stóra)

Núna ertu komin með alveg hrikalega góða og bragðmikla blöndu af allskonar góðgæti, þá er komið að skemmtilega partinum. Helltu smáveigis af blönduni sem þú varst að búa til ofan á sýrða rjóman í eldfasta mótinu. Taktu tvær fahitas pönnukökur og leggðu yfir. Siðan skalltu hella restinni af blöndunni og setja tvær aðrar pönnsur. Smyrðu örlítið meira af sýrða rjómanum ofan á efstu pönnsurnar, sturtaðu dágóðum slatta af rifnum osti yfir og myldu svolítið meira af dorítos snakki. Rétturinn þarf að vera í ofninum í 20 min.

Ef að þú fílar ekki grænmeti… geturðu sleppt paprikuni og brokkolíinu. Mæli með að halda lauknum, því að bragðbætir svo mikið.

cropped-screen-shot-2017-07-07-at-11-04-33-pm.png

Inga Kristjáns: HOT OR NOT? Jogging gallar eru með því heitasta í dag

Gallar

Hver man ekki eftir samstæðu Kappa jogging göllunum eða adidas smellu buxunum? Ég vona að þú hafi geymt þessar flíkur vel og vandlega því þetta er sjóðheitasta tískan í dag.

Sést hefur mikið af Kendall Jenner í fötum frá adidas, enda skrifaði hún undir samninging hjá þeim nú á dögum og sinnir nú stöðu brand ambassador fyrir adidas. Það fór líklegast ekki framhjá neinum þegar hún sást í þessaum tryllta adidas galla og má segja að internetið hafi sprungið. Þessi galli er algerlega trylltur!

Myndir þú fara í hælaskó við jogging galla? Mér sýnist það vera vel leyfilegt í dag!

Rihanna í hátísku “jogging” galla frá Gucci –  Stærstu tískuhús í heimi eru svo sannarlega að fylgja straumnum og gefa út sína hönnun af jogging göllum.

Trylltur galli frá GIVENCHY

Kylie Jenner sjúklega flott í galla frá adidas

Maður hefur ekki séð mikið af  KAPPA í langan tíma en það merki er að koma mjög sterkt inn aftur.

KRÓLI og Jói Pjé sjúklega flottir í KAPPA

CHAMPION – Kendall tryllt í Champion galla

F I L A

S U P R E M E 

 

Mér persónulega finnst þessi tíska sjúklega flott. Hvað finnst þér ?

 

Inga Kristjáns: NEW IN Loafers

NEW IN Loafers

Ég er ekki mikið fyrir hælaskó og undantekningalaust þegar ég versla mér nýja skó verða strigaskór fyrir valinu. Mig var farið að vanta fínni skó fyrir prúðbúin tilefni, svo ég fór og þræddi skóbúðir. Ég vildi alls ekki hæla, því ég gefst alltaf upp á því að ganga í þeim og ég vildi hafa gyllt eða silfruð smáatriði á skónum, ekki myndi skemma ef þeir væru úr leðri. Eftir langar og stranga leit af hinum fullkomnu skóm komst ég að þeirri niðurstöðu að Vagabond Loafers yrðu fyrir valinu.

Ég er svo ótrúlega ángæð með þá. Þeir eru svo þægilegir og ég get gengið í þeim allan dagin án þess að verða þreytt eða aum í fótunum. Ég mæli samt alltaf með því að ganga í öklasokkum fyrstu dagana í skónum því leðurskór geta valdið hælsæri á meðan þeir eru glænýjir. Ég gekk í lágum öklasokkum eða klippti til dömubindi til að hafa í hælnum. Eftir nokkra daga notkun var ég búin að ganga þá til og þurfti ekki að hafa áhyggjur af hælsæri.

Ég er svo skotin í þeim og finnst mér smáatriðin setja punktinn yfir i-ið. Þeir eru svo fallegir á fæti og passa við öll outfit. Ég er undantekningalaust spurð að því hvar ég fékk þá og hvað þeir kostuðu. En skóna keypti ég í Steinar Waage og kostuðu þeir 14.990 krónur. Ég mæli hiklaust með þessari týpu af skóm fyrir þá sem geta ekki hælaskó eins og ég en vilja samt eiga fínni skó.

Þessa skó keypti ég sjálf og er færslan ekki unnin í samstarfi við neinn

Þar til næst xx