DIY- Sjúklega flott marmara páskaegg

Marmarapáskaegg

Það sem þú þarft er:

-Gúmmíhanskar

-stóra og góða skál eða plastbox (sem má skemmast)

-naglalökk

-vatn við stofuhita

-tannstöngul

-egg

Gott er að setja vatn í skálina kvöldið áður og leyfa því að standa út á borði yfir nóttina, því ef að vatnið er of kalt eða of heitt verður áferðin ekki falleg.

Setjið á ykkur hanska svo hendurnar verði ekki allar út í naglalakki. Blásið rauðunni og hvítunni úr egginu. Nú er bara að nota hugmyndaflugið, en það má nota allskonar liti af naglalökkum sem gerir þetta verkefni ennþá skemmtilegra. Notið naglalakkaburstann eða mjóan grillpinna og dýfið honum í vatnið með naglalakkinu á, þetta þarf að gera nokkrum sinnum og með mismunandi litum ef þið viljið hafa eggin litrík. Notið tannstöngul til að búa til munstur í skálinni. Setjið eggið varlega í skálina og veltið því um, næst er að dýfa því alveg ofan í skálina í sekúndu og kippa því uppúr, leggið það til þerris á bökunarpappír.

Naan Pizza – einfalt og sjúklega gott

Hér er uppskrift af sjúklega góðri pizzu sem gæti ekki verið einfaldari, eins og með heimagerðar pizzur velur þú þitt uppáhalds álegg.

Hér er eins sjúklega góð og uppskriftin er miðuð við þrjú naan brauð þú þarft:

Naan-brauð fást tilbúin í flestum verslunum.

2 kjúklíngabringur sem þú eldar í ofni með með barbecue sósu.

2 avocadó

Barbecue sósu

Mozzarellaost

Setur barbecue sósu á naan brauðið, síðan sneiðar af mozzarellaosti, rífur niður kjúklingabringur  og inn 200° heitan ofn í 10-15 mín

Þegar þú hefur tekið brauðið úr ofninum bætir þú við avocadó-sneiðum og salt og pipar eftir smekk.

VOLA

 

 

Spennandi páskaeggjaleit í Viðey á morgun

Laugardaginn 24. mars 2018 býður Elding upp á páskaeggjaleit fyrir börn í Viðey í góðu samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fallegri náttúru fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn gengur út á að finna lítil páskaegg frá Góu en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna sérmerkt egg. Sérmerkt svæði fyrir yngstu kynslóðina (6 ára og yngri) verður á leiksvæðinu bak við Viðeyjarstofu.

Leikurinn verður ræstur kl. 13:30 við Viðeyjarstofu og hefjast siglingar frá Skarfabakka kl. 12:30. Við biðjum gesti um að fylgja leiðbeiningum starfsfólks varðandi leitarsvæði á eyjunni og hafa í huga að leikurinn er ætlaður börnum og biðjum við því kappsama um að gæta hófs svo allir getið notið.

Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa ljúffenga hressingu og njóta innandyra jafnt sem utan. Fyrir þá sem vilja gæða sér á nesti er fín aðstaða bakvið Viðeyjarstofu. Þá eru einnig skemmtilegar gönguleiðir um Viðey fyrir þá gesti sem vilja njóta frekari útiveru og skoða fjölbreytt útilistaverk á eyjunni.

Ekkert þátt­töku­gjald er í leitinni en gestir greiða ferjutoll:
– Fullorðnir 16+ 1.550 kr-
– Börn 7–15 ára 775 kr-*
– Börn 0–6 ára 0 kr-*
*í fylgd með fullorðnum

Athugið að það er takmarkað miðaframboð í ár og því er mælt með að gestir bóki sig í ferjuna hið fyrsta. Fyrstir koma fyrstir fá!

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Eldingar í síma 519 5000 eða með tölvu­pósti á elding@elding.is.

Sykurlaust páskaegg með piparmyntu

Páskaegg með piparmyntu

Jæja þá er farið að styttast í páskana og freistingarnar eru í gámavís í verslunum landsins. Súkkulaði af öllum stærðum og gerðum, troðfullt af sykri og gúmmelaði. Örvæntum þó ekki, borðum bara vel áður en farið er í verslunarferðina og verum skynsöm. Það er auðvelt að útbúa sykurlaus egg ef maður vill ekki vera einn úti í horni á páskadag með eitt harðsoðið og mér finnst piparmynta svo góð að ég ákvað að fylla mín egg með piparmyntukremi.

paskaegg

Piparmyntufyllt páskaegg

Fylling:

100 g kókosolía
80 g sukrin melis
2 tsk piparmyntudropar ( KÖTLU )
10 dropar Via Health stevía, bragðlaus
1/2 tsk vanilludropar
1 msk rjómi má vera laktósafrír

 

Pískið allt vel saman, tekur smá stund að blandast en það gerist öruggulega. Hellið í konfektform og frystið.

 

Súkkulaðið í eggin:

60 g kókosolía
70 g kakósmjör ( fæst frá Sollu í gylltum pokum)
50 g Sukrin melis
30 g kakó
10 dropar Via health stevía bragðlaus eða vanillu
1 tsk hnetusmjör
nokkur saltkorn

paskaegg 2

Hitið olíuna og smjörið saman, blandið sætunni út í og að lokum kakóinu.
Hellið súkkulaði í páskaeggjaform (ég keypti svona litla helminga) upp að 1/3 Frystið.
Setjið nú frosið piparmyntunammið ofan í formin, gæti þurft að skera niður í litla bita ef það er of stórt. Hellið svo restinni af súkkulaðinu yfir og frystið aftur. Tilbúið eftir 20 mín fylltir súkkulaðimolar eða egg með piparmyntu.

Ath. að piparmyntuuppskriftin er pínu stór, mætti helminga hana eða eiga bara aukalega af piparmyntunammi til að maula á eða nota sem krem á köku.

 

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

Tíska – Þessi litur verður einn sá heitasti í vor og sumar

Lavender verður áberandi vor og sumar 2018

Eins og eflaust margir vita var fjólublár valinn litur ársins 2018 af Pantone litakerfinu að vísu er sá litur frekar dökk fjóliblár sjá HÉR.  En ljós fjólublár sem er oft kallaður lavender verður áberandi í vor og sumar.  Eins og myndirnar hér að neðan sýna en flestar eru þær frá tískuvikum þar sem tískuhúsin  kynntu vor og sumarlínuna 2018.

 

Erna – Gaman að föndra sitt eigið páskaskraut skellti í einfalt DIY

Páskaföndur

Mér finnst nú ekki leiðinlegt að föndra og við hjá Króm erum í samstafi við Föndru sem er með endalaust úrval af allskonar föndurdóti og skemmtilegum hugmyndum.  Ég ákvað að setja heimilið í smá páskabúning og kíkti við hjá skvísunum í Föndru og náði mér í það sem til þurfti.

Þessi málning er í algjöru uppáhaldi bæði frá Folkart og Mörtu Stewaet enda hægt að nota á allt bæði úti og inni. Og litaúrvalið er glæsilegt ég fékk mér að þessu sinni nokkra pastel liti.

Þessi frauðplastegg henta vel og eru til í nokkrum stærðum.

Byrjaði á því að mála öll egginn í pastel litum.

Halló þetta er snilld var að prófa í fyrsta skipti og elska þetta á eftir að gera fleiri tilraunir með Magic Marble sem gefur flotta marmaraáferð.

Hellir nokkurm dropum af Magic Marble í volgt vatn og dýfir hlutnum sem þú vilt fá marmaraáferð á ofan í einfalt og flott.

Þarf smá tíma til að þorna

Eitt eggið fékk á sig fjaðrir

Vola………..

Eggin eru svo falleg með þessari marmaraáferð

Þar sem ég elska glerkúpla og á slatta af þeim skellti páskaskreytingum í nokkra..

Hérna er aðeins önnur stemmning þar sem pastellitirnir eru aðeins meira áberandi með fallegum páskagreinum.

 

 

 

Nú á ég bara eftir að kaupa mér fullt af bleikum túlipönum og þá mega páskarnir bara koma.

HÉR er heimsíða Föndru