DIY- Sjúklega flott marmara páskaegg

Marmarapáskaegg

Það sem þú þarft er:

-Gúmmíhanskar

-stóra og góða skál eða plastbox (sem má skemmast)

-naglalökk

-vatn við stofuhita

-tannstöngul

-egg

Gott er að setja vatn í skálina kvöldið áður og leyfa því að standa út á borði yfir nóttina, því ef að vatnið er of kalt eða of heitt verður áferðin ekki falleg.

Setjið á ykkur hanska svo hendurnar verði ekki allar út í naglalakki. Blásið rauðunni og hvítunni úr egginu. Nú er bara að nota hugmyndaflugið, en það má nota allskonar liti af naglalökkum sem gerir þetta verkefni ennþá skemmtilegra. Notið naglalakkaburstann eða mjóan grillpinna og dýfið honum í vatnið með naglalakkinu á, þetta þarf að gera nokkrum sinnum og með mismunandi litum ef þið viljið hafa eggin litrík. Notið tannstöngul til að búa til munstur í skálinni. Setjið eggið varlega í skálina og veltið því um, næst er að dýfa því alveg ofan í skálina í sekúndu og kippa því uppúr, leggið það til þerris á bökunarpappír.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *