Spennandi páskaeggjaleit í Viðey á morgun

Laugardaginn 24. mars 2018 býður Elding upp á páskaeggjaleit fyrir börn í Viðey í góðu samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fallegri náttúru fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn gengur út á að finna lítil páskaegg frá Góu en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna sérmerkt egg. Sérmerkt svæði fyrir yngstu kynslóðina (6 ára og yngri) verður á leiksvæðinu bak við Viðeyjarstofu.

Leikurinn verður ræstur kl. 13:30 við Viðeyjarstofu og hefjast siglingar frá Skarfabakka kl. 12:30. Við biðjum gesti um að fylgja leiðbeiningum starfsfólks varðandi leitarsvæði á eyjunni og hafa í huga að leikurinn er ætlaður börnum og biðjum við því kappsama um að gæta hófs svo allir getið notið.

Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa ljúffenga hressingu og njóta innandyra jafnt sem utan. Fyrir þá sem vilja gæða sér á nesti er fín aðstaða bakvið Viðeyjarstofu. Þá eru einnig skemmtilegar gönguleiðir um Viðey fyrir þá gesti sem vilja njóta frekari útiveru og skoða fjölbreytt útilistaverk á eyjunni.

Ekkert þátt­töku­gjald er í leitinni en gestir greiða ferjutoll:
– Fullorðnir 16+ 1.550 kr-
– Börn 7–15 ára 775 kr-*
– Börn 0–6 ára 0 kr-*
*í fylgd með fullorðnum

Athugið að það er takmarkað miðaframboð í ár og því er mælt með að gestir bóki sig í ferjuna hið fyrsta. Fyrstir koma fyrstir fá!

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Eldingar í síma 519 5000 eða með tölvu­pósti á elding@elding.is.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *