Uppskrift – dásamleg skinkuhorn sem eru hveiti og sykurlaus

Skinkuhorn
3 egg
100 gr rjómaostur
1 msk chia mjöl/ möluð chiafræ duga líka
1 msk HUSK ég nota POWDER frá NOW
ögn salt
6-8 dropar Via Health dropar Stevía Original
1/2 tsk laukduft ( valfrjálst)
Fylling:
Beikonsmurostur
Silkiskorin skinku ALI
Þeytið hvítur í hrærivél, setjið til hliðar í aðra skál.
Þeytið því næst eggjarauðurnar ásamt rjómaostinum, kryddum,chia og HUSK
Blanda svo eggjahvítum varlega út í.
Smyrjið þessu á smjörpappír t.d. í 2 jafna hringi, nota alltaf pappírinn úr
KOSTI hann festist ekki við allt.
Bakaði í 180 gráður í sirka 10 mín eða þar til hægt er að koma við deigið án þess að það klístrist.
Skerið hvorn hring niður í ca 6 geira og setjið fyllinguna yst við breiðu brúnina,1/2 tsk af beikonosti og 1/2 skinkusneið er hæfileg fylling. Rúllið svo varlega upp deiginu í horn.

Stráið mosarella osti yfir og bakið aftur í 5 mín.
rjomaostur skinkuhorn3rjomaostur skinkuhorn4rjomaostur skinkuhorn

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *