Erna – Gaman að föndra sitt eigið páskaskraut skellti í einfalt DIY

Páskaföndur

Mér finnst nú ekki leiðinlegt að föndra og við hjá Króm erum í samstafi við Föndru sem er með endalaust úrval af allskonar föndurdóti og skemmtilegum hugmyndum.  Ég ákvað að setja heimilið í smá páskabúning og kíkti við hjá skvísunum í Föndru og náði mér í það sem til þurfti.

Þessi málning er í algjöru uppáhaldi bæði frá Folkart og Mörtu Stewaet enda hægt að nota á allt bæði úti og inni. Og litaúrvalið er glæsilegt ég fékk mér að þessu sinni nokkra pastel liti.

Þessi frauðplastegg henta vel og eru til í nokkrum stærðum.

Byrjaði á því að mála öll egginn í pastel litum.

Halló þetta er snilld var að prófa í fyrsta skipti og elska þetta á eftir að gera fleiri tilraunir með Magic Marble sem gefur flotta marmaraáferð.

Hellir nokkurm dropum af Magic Marble í volgt vatn og dýfir hlutnum sem þú vilt fá marmaraáferð á ofan í einfalt og flott.

Þarf smá tíma til að þorna

Eitt eggið fékk á sig fjaðrir

Vola………..

Eggin eru svo falleg með þessari marmaraáferð

Þar sem ég elska glerkúpla og á slatta af þeim skellti páskaskreytingum í nokkra..

Hérna er aðeins önnur stemmning þar sem pastellitirnir eru aðeins meira áberandi með fallegum páskagreinum.

 

 

 

Nú á ég bara eftir að kaupa mér fullt af bleikum túlipönum og þá mega páskarnir bara koma.

HÉR er heimsíða Föndru

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *