Íris – Fallegt stelpu herbergi fyrir lítinn pening!

Fallegt barnaherbergi fyrir lítinn pening

 

Ertu að gera upp barnaherbergi og langar að gera það fallegt fyrir lítinn pening? Þá mæli ég með því að skoða nytjamarkaði en þar má finna ótal margt.  Ég gerði mér ferð í Góða hirðinn í dag og sá svo ótrúlega margt sniðugt og fallegt fyrir barnaherbergið. Hérna ætla ég að deila með ykkur myndum úr Góða hirðinum og svo hugmynd af því hvernig hægt er að nýta hlutinn. Svo er bara að láta hugmyndaflugið stjórna ferðinni enda erum við með misjafnann smekk.

Ótrúlega fallegur skápur sem að myndi fara vel inn í stelpu herbergi. Góð lausn fyrir snyrti eða skrifborð þar sem hægt er að loka því og nýta þá plássið betur. Ég myndi mála hann í einhverjum fallegum lit, taka græna efnið innan úr og nota jafnvel annan lit inn í skápnum. Liturinn heartwood frá Sérefni yrði líklega fyrir valinu hjá mér á allan skápinn og einhver ljósari tónn inn í skápnum.

Það má finna mikið úrval af náttborðum en þessi fannst mér svaka sæt fyrir barnaherbergi. Upp með pensilinn!

Útskornir speglar eru ótrúlega fallegir og þessi gyllti antik spegill væri flottur inn í barnaherbergi.

Þessi stóll var á 1500 krónur og ég tel barnaherbergi vera fullkomið heimili fyrir hann! Hægt er að leika sér með hann og nota kögur og liti eða smella í hann gæru til að fá meira kósý útlit. Ég myndi allavega splæsa í púða til að sitja á þar sem það vantar aðeins í setuna en fallegur er hann!

Þessi kista greip athygli mína enda hægt að nýta hana í margt. Kistan væri hentug inn í barnaherbergi undir leikföng, bækur eða bangsa og jafnvel hægt að setja púða ofan á og búa til bekk. Miklir og hagnýtir möguleikar.

Krítartafla er alltaf góð hugmynd fyrir barnaherbergið! Þessi rammi er fullkomin til þess að útbúa fallega krítartöflu. Málið inn í með krítarmálningu og rammann í fallegum lit eða leyfið honum að njóta sín í upprunalegri mynd. Litlu listamennirnir okkar eiga eftir að meta þetta DIY!

Það er mikið úrval til af körfum og geymslukössum en það er gott að eiga nóg til af geymsluplássi fyrir leikföngin.

xx

Instagram: iristara87

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *