Chiagrautur – Fimm frábærar uppskriftir

Chiagrautar

Chiafræin innihalda mikið magn af próteinum, omega 3 fitusýrum, andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. Þau eru auðmeltanleg en standa lengur með okkur en hefðbundið morgunkorn. Þau eru  lág í hiteiningum – góð fyrir “systemið” okkar og blóðsykurinn. Þannig að það er um að gera að  nota þau alveg óspart hér og þar. Chiafræin er líka mun fljótlegra að leggja í bleyti heldur en önnur fræ en þau þarf aðeins að hafa í bleyti í um 10-20 mínútur, en því lengur því betra og best yfir nótt og  alls ekki sjóða bara hræra saman.

Hér eru nokkrar girnilegar uppskirftir sem við fundum á netinu

 

Chia grautur fyrir tvo

½ dl Chia fræ

vatn eða möndlumjólk/rísmjólk

banani eða aðrir ferskir ávextir eða frosin ber

kanill

Þegar fræin eru öll vel böðuð er gott að taka hálfan banana og mauka hann léttilega með grautnum með gaffli í skálinni eða setja frosin bláber eða önnur ber eða ávexti út í. Gott er að strá kanil yfir eða niðurskornum ávötum.. Þau eru ofurfæða og innihalda nær öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda,

 

Chia grautur Ebbu Guðnýjar:

1 msk chia fræ
100 ml vatn (beint úr krananum)
u.þ.b. 1 tsk kanill
Ávöxtur að eigin vali.

Chia og vatn sett saman í skál – látið bíða í u.þ.b. 10 mín.
Setjið kanil út í, skerið niður ávöxt (mjög gott að hafa mango) og hendið út í. Algjört nammi.

 

Gómsætur Chia Grautur
1 bolli möndlumjólk (getur verið hvaða mjólk sem er, rísmjólk, haframjólk etc.)
1/5 bolli Chia fræ
1/4 tsk vanilluduft
1/2 epli skorið í bita og nokkur frosin hindber/bláber –

 

Chia grautur í morgunmat eða millimál

Innihald:

 • 2 dl frosin eða ferskur mangó ( mátt reyndar setja hvaða ávöxt sem þú vilt)
 • 1 msk gojiber
 • 1 msk chia fræ
 • 9-10 msk vatn
 • ½ tsk kanill
 • 4 dropar vanillustevía Via-Health

Aðferð:

 • Chia fræ sett í skál ásamt vatni,kanil og stevíu
 • Látið standa í 10 mínútur
 • Mangó og gojiber sett í aðra skál
 • Graut hellt yfir þegar chia fræin eru tilbúin
 • Njótið!

 

Chia grautur að hætti Davíðs

 • 2-3 mtsk af Chia fræjum frá Naturya
 • 2 mtsk af lífrænu kókoflögum frá Himneskri hollustu
 • ½-1 epli lífrænt, niðurskorið
 • 2 msk af hnetum eða fræjum (má sleppa)
 • 1 msk kakónibs (má sleppa)
 • 1 msk Goji ber (má sleppa). Goji ber eru mjög rík af andoxunarefnum og gefa góða orku
 • Kanill til að bragðbæta. Kanill kemur reglu á blóðsykurinn
 • Isola möndlumjólk eftir smekk hella henni útá hræra öllu saman og láta bíða í 5 mín

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *