Inga Kristjáns: Einföld og hrikalega góð uppskrift af Spagetti Bolognese

Ég ætla ekki að stela heiðrinum af þessum ROSALEGU kjötbollum sem kærastinn minn gerir mög oft, en ég fékk þó leifi hjá honum til að deila uppskriftinni hér með ykkur. En þessar bollur eru eitt það besta sem ég fæ.

Það er mjög auðvelt að búa þær til,  þær eru matmiklar og frábærar í nesti daginn eftir! Vindum okkur í þetta …

Það sem þú þarft:

  • 100% ungnautahakk (meigið nota hvaða hakk sem er)
  • 2 hvítlauksgeira (smáttskorinn)
  • 1 lauk (smáttskorinn)
  • Tvær lúkur mulið doritos
  • 1 egg
  • Rifinn Mexico ostur (hálfur)
  • Salt
  • Pipar
  • Jamie Oliver Basil Sauce
  • Jamie Oliver Spagetti

Byrjaðu á því að stilla ofninn á 180 gráður svo hann sé tilbúin. Leggðu bökunarpappír á ofnplötu og hafðu það tilbúið við hliðina á þér. Settu öll hráefnin í stóra skál og brjóttu eggið útá. Síðan skaltu hnoða hráefnið saman og búa til kúlur (þú ræður algerlega stærðinni á þeim) Kúlunum raðaru síðan á ofnplötuna. Skelltu síðan bollunum inní ofn en þær þurfa 9-10 mín á blæstri. Á meðan þær bakast skaltu huga að pastanu, en það þarf 10-12 mín í suðu.

Þegar allt er tilbúið skaltu garga á alla fjölskyldumeðlimi og láta vita af því að það sé kominn geggaður matur á borðið og þau þurfi að ganga frá eftir matinn, gott að nefna það áður en fólk byrjar að borða því þá er erfitt fyrir þau að segja nei.

En Basil sósunni er síðan bara hellt útá réttinn eftir hentisemi, það er gríðarlega gott að skella smá ferskum basil útá og jafnveg að hafa hvítlauksbrauð með.

Þetta er alveg rosalega einföld máltíð og fljótleg. Þessi uppskrift hér að ofan ætti að duga fyrir þrjá, þar sem þetta er einstaklega matmikið.

En þá segi ég bara, bon appatit!

Þar til næst xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *