Emilía- stórkostlegur söngleikur sem ég mæli hiklaust með

Mig langar að segja ykkur frá söngleik sem ég sá í gær.

Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru um þessar mundir að setja upp söngleikinn Burlesque.

Ég verð að viðurkenna að ég átti alveg von á flottri sýningu, en það sem ég sá var eitthvað allt annað og miklu betra.

Söngurinn í sýningunni er alveg uppá 10. Aðalleikkonur sýningarinnar eru þær Perla Sóley og Tara Sól og stóðu þær sig rosalega vel! Ég var með gæsahúð frá því að sýningin byrjaði og þar til ég var komin heim! Svo flott var það! Aðrir leikarar voru hreint frábærir.

Dansarar úr Elítu hóp Danskompanísins sáu um dansinn og vá vá vá þær voru glæsilegar!

Það er í raun ótrúlegt að aðeins áhugaleikarar og áhugadansarar koma að þessar sýningu því glæsileikinn og metnaðurinn er til fyrirmyndar og mjög faglega staðið að öllu.

Við Harpa vinkona fórum með eldri stelpurnar okkar á sýninguna og ég hreint út sagt verð að mæla með henni.
Stelpunum fannst sýningin stórkostleg og það sama fannst okkur Hörpu

Það kostar aðeins 2500 kr á mann og trúið mér þið sjáið ekki eftir einni krónu.

Ég myndi segja að þessi sýning er fyrir kannski 7 ára og eldri en þetta er líka tilvalin sýning til að hóa saman vinkonuhópinn og eiga notarlegt kvöld.

Það eru aðeins tvær sýningar eftir, í dag miðvikudaginn 14. mars og lokasýningin er föstudaginn 16. mars.
Söngleikurinn er sýndur í Andrews Theatre á Ásbrú.

Ég mæli svo eindregið með því að þið kíkið á þessa sýningu.

Færslan er ekki kostuð

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *