Inga Kristjáns: Truflað flottar hárvörur sem ég er að elska

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Balmain Hair Couture vörurnar eru nú fáanlegar á Íslandi og mokast þær eins og heitar lummur útaf hárgreiðslustofum. Enda eru vörurnar gæðin uppmáluð og þeir sem fylgja tískunni vita að Balmain er eitt fremsta tískuhús í heimi og er það á borð við Gucci og Dior t.d. Þú getur smellt HÉR til að sjá alla sölustaði.

” Balmain hair couture er á borð við Gucci, Prada og Dior t.d”

Ég var ein af þeim sem gat varla beðið eftir að prófa þær og taldi ég niður dagana þegar ég frétti að þær væru væntanlegar í sölu til Íslands. Ég hef verið að prufa mig áfram með Balmain Paris vörurnar og er ég vægast sagt að tryllast yfir þeim! Mig langaði að segja ykkur frá 5 vörum sem ég er búin að nota nánast uppá dag síðan ég eignaðist þær. *Vörunar fékk ég að gjöf*

Balmain Paris – Ash Toner

Hvaða ljóska kannast við það að fá gula slikju yfir hárið og það að ljósu strípurnar dofna fljótt. Þessi vara er snilld til að halda einmitt þeim hlutum í skefjum. Þú spreyjar þessu yfir hárið, mér finnst gott að sprauta þessu í hárið á meðan það er aðeins rakt og blása svo yfir með hárblásara þá sé ég mestan árangur. Tonerinn lýsir hárið alveg helling og heldur gulum tónum alveg í skefjum. Mér finnst þessi vara algert æði og er ég búin að nota hana gríðarlega mikið

Balmain Paris – Silk Perfume

Ég hafði ekki hugmynd um að það væri til svona vara áður en ég fékk hana í hendurnar, en þetta er hárilmvatn. Ég er algerlega sjúk í þetta og lyktin er dásamleg. Ég nota þetta svo ótrúlega mikið, þá sérstaklega þá daga sem ég þvæ ekki á mér hárið ( er að æfa mig í að þvo hárið ekki daglega) Finnst þetta snilld ásamt þurrsjampóinu sem ég er að fara að segja ykkur frá hér að neðan. Þetta er klárlega vara sem maður vill alltaf hafa í veskinu.

Balmain Paris – Dry Shampoo

Þessa vöru nota ég svo ótrúlega mikið. Ég er með feitan hársvörð og verður hárið mitt mjög fljótt “skítugt” Eins og ég sagði ykkur hér að ofan er ég að æfa mig í því að þvo hárið ekki á hverjum degi, eins og ég gerði. Þannig það er snilld að geta gripið í svona þurrsjampó, en samt ekki hvaða þurrsjampó sem er. Ég hef prufað alveg gríðarlega mörg og finnst mér þetta það allra besta sem ég hef prufað. Það kemst engin vara með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Snilld að eiga til í töskunni ásamt hárilmvatninu sem ég sagði ykkur frá áðan, þá er hárið þitt alltaf ferskt og vel lyktandi.

Balmain Paris – Argan Moisturizing Elixir

Þessi vara er svo fáránlega góð! Þetta er nokkurskonar serum sem er geggjað að bera í enda hársins. Varan kemur í veg fyrir slit í endum og byggir upp slit og skemmdir sem eru til staðar. Ég nota þetta alltaf í rakt hárið en renni þessu líka oft yfir þurrt hárið ef það er rafmagnað. Ekki skemmir fyrir hvað lyktin er fáránlega góð.

Balmain Paris – Texturizing Volume Spray

Ég þjáist af því að vera alger flathaus. Það eru ekki til liðir eða lyfting í hárinu mínu og gerir þessi vara því mjög mikið fyrir mig. Þetta er sprey sem gefur rótinni fyllingu og lyftingu. Mér finnst best að spreyja þessu í rótina þegar hárið er blautt og blása það síðan. Ég er sjúk í þessa vöru og nota hana mjög mikið. Mæli mjög mikið með henni ef þið eruð með flatt hár eins og ég.

Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri vörum frá Balmain! Eru þið búin að prófa?


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *