Bleikur og rauður- Fallegir í sitthvoru lagi en ennþá betri saman!

Með sól í hjarta og vor lykt í loftinu er ég spennt fyrir því að leggja brátt dúnúlpuna á hilluna og klæðast sumarlegri fötum. Rauður og bleikur hafa verið áberandi í götutískunni sem og tískupöllunum en þeir eru afskaplega fallegir saman. Ég elska hvað trendin fara alltaf hringi en ég man einmitt að þessi litasamsetning var mjög vinsæl þegar ég var unglingur. Hver man ekki eftir pop life og kvartbuxum við off shoulder boli? Sú samsetning væri bara alls ekki svo galin núna 15-16 árum síðar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *