Helgarbomba – Súkkulaði­ ­marengskaka

150 g hveiti
75 g kakó
1 tsk lyftiduft
Hn.odd salt
125 g smjör
250 g sykur
4 stk egg, aðskilin
125 ml mjólk
125 g sýrður rjómi
Möndluflögur
3–4 dl rjómi
1 msk sykur
300 g jarðarber
Setjið saman í skál hveiti, kakó, lyftiduft og salt. Vinnið smjörið og 100 g af sykrinum saman þar til létt og ljóst, setjið rauðurnar saman við eina í einu. Látið þurrefnin saman við ásamt mjólk og sýrðum rjóma, vinnið mjög rólega saman. Þeytið eggjahvíturnar með 150 g af sykrinum þar til góður marengs er kominn. Setjið deigið í tvö smurð form ca. 22 cm og dreifið vel út. Smyrjið síðan marengsinum varlega yfir botninn. Setjið möndluflögur yfir marengsinn og bakið svo kökuna við 180°C í ca. 35 mín. Gott er að leggja álpappír yfir marengsinn um helminginn af bökunartímanum svo marengsinn verði ekki of dökkur. Skerið jarðarberin niður og setjið á neðri botninn. Þeytið ca. 3–4 dl af rjóma og smyrjið yfir berin. Látið svo hinn botninn yfir rjómann.
Uppksrift frá Hagkaup HÉR 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *