Er vorlykt í loftinu? – Gallapilsið dregið fram!

Ég held svei mér þá að ég finni lyktina af vorinu! Ég fór í fyrsta skipti í langan tíma út í leðurjakka í dag og var bara alls ekki kalt, mjög vongóð að þetta haldist. Ég man fyrir nokkrum árum þegar það var alveg heitast að vera í gallapilsi og ég tók það trend á nýjar hæðir þar sem ég hreinlega var í engu öðru en gallapilsi!

Gallapilsin hafa svosem aldrei dottið úr tísku en hafa ekki verið mikið áberandi fyrr en kannski í fyrra og svo held ég að þau verið vinsæl núna í vor/sumar.

Snilldin er að hægt er að klæðast þeim við toppa, skyrtur, þykkrar peysur eða hvað sem er! Hérna koma nokkrar myndir sem heilla mig og ég held hreinlega að ég muni hoppa um borð í gallapilsa lestina aftur.


xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *