Bláberjaostakaka, með brómberjum! – Uppskrift

 

200g gróft speltkex úr heilsubú

50g múslí

2,5 msk kókosolía

5 msk hreinn appelsínusafi 

500g rjómaostur

250g skyr

3 stór egg

3 mtsk hlynsíróp

2 tsk vanilludropar 

100 g fersk bláber 

200 g grísk jógúrt

200 ml bláberjasulta án viðbætts sykurs

Aðferð:

Best er að byrja á botninum og milja síðan kexið og múslíð þar til það verður að dufti. Setjið svo mulninginn í skál og dreypið kókosolíunni og appelsínusafanum yfir með teskeið. Mikilvægt er að hræra vel og gætið þess að mulningurinn sé „rakur” þ.e. að hægt sé að klípa mulninginn saman án þess að vera blautur eða grautarkenndur. Bætið meiri appelsínusafa við ef þið teljið þurfa.

Klæðið 26 sm bökunarform (með lausum botni) með bökunarpappír (þannig að hann fari upp á brún).
Setjið mulninginn í botninn og þrýstið honum vel niður með fingrunum.
Gott er að leggja plastfilmu ofan á svo að mulningurinn festist ekki á höndunum.
Bakið við 150°C í 20 mínútur.

 Fyllingin: 

Gott er að undirbúa fyllinguna á meðan ofninn er að hita sig.

Setjið í hrærivélaskál: rjómaostinn, skyrið, egg, hlynsíróp og vanilludropa.
Hrærið í 10 sekúndur eða þangað til fyllingin er silkimjúk.

Bætið bláberjunum varlega saman við og hrærið þangað til berin hafa dreifst vel en ekki þannig að kakan verði fjólublá.
Ef þið notið 3 msk af sultu, hrærið þá með gaffli nokkrar hreyfingar, gætið þess sérstaklega að hræra ekki of mikið.

Takið botninn úr ofninum, kælið í um 10 mínútur og hellið fyllingunni svo út í.
Bakið við 150°C í 40-45 mínútur.
Potið varlega í miðju kökunnar, ef hún virkar ekki þétt, þá þarf að baka hana lengur. Hún ætti að vera svolítið mjúk í miðjunni en ekki hlaupkennd. Ef hún er hlaupkennd, bakið hana þá í 10 mínútur í viðbót.
Kakan stífnar svo þegar hún kólnar. Ef þið þurfið að baka hana lengur en 55 mínútur eða ef hún er farin að dökkna um of eftir 40 mínútur), setjið þá álpappír yfir kökuna. Athugið að kakan getur verið dyntótt með tíma því ég þurfti einu sinni að baka hana í 1,5 tíma en yfirleitt nægja 50 mínútur.

Slökkvið á ofninum og leyfið ostakökunni að kólna alveg inn í honum 

Þegar ostakakan er orðin köld, smyrjið þá jógúrtinni yfir og leyfið kökunni að standa í ísskáp eins lengi og þið getið, allt að 2 tíma ef það er mögulegt, helst lengur.

Því næst skal setja afganginn af bláberjasultunni ofan á.
Smyrjið varlega svo að jógúrt og sulta blandist ekki saman.

Njótið vel!!

Erna Kristín – Ég þrái baðborð

Þau ykkar sem fylgist með mér á Snappinu ( Ernuland ) eruð trúlega búin að taka eftir því að ég á það til að nota parketflísina fyrir borð…..hún virkar ágætlega…en mig langar agalega í almennilegt borð yfir baðið…eða hvað ætli þetta sé kallað? baðborð?
Jæja….hér eru allavegana skemmtilegar hugmyndir sem ég ætla að deila með ykkur !

Okei, ég gæti kannski alveg notað parketflísina áfram…en ég þarf allavegana að fá svona glasastæði fyrir rauðvínið…
þá eru allir sáttir!

Þar til næst
xx
Erna Kristín

Ótrúlegt hvað hægt er að gera með skrautlistum- Ódýr og falleg lausn!

Skrautlistar koma til bjargar!

Við höfum líklega flest dáðst að heimili þar sem rómantískur blær ríkir.. Skrautlistar og rósettur sem gera rýmið hlýlegt og fallegt. Slíkan munað er þó yfirleitt bara að finna í gömlum byggingum en það er ekkert sem segir að við hin getum ekki notið þeirra líka. Skrautlistar eru miklu ódýrari en ég átti von á og ótrúlegt hvað hægt er að gera með þeim. Ég veit ekki hvar ég á að byrja en hausinn á mér er komin á fullt að plana!

Hérna koma nokkar skemmtilegar hugmyndir.

Veggir

 

Hurðir

   

Skápar

 

Stigar

Möguleikarnir eru endalausir en einnig er hægt að setja lista og rósettur á húsgögn og innréttingar og mála yfir. Svo eru þeir auðvitað fallegir sem golflistar og í loft.

Hægt er að finna skrautlista á nokkrum stöðum en við rákumst á gott úrval hjá Sérefni en hægt er að skoða listana, stærðir og fleira á netinu sem er algjör kostur!

Tekið af serefni.is

Færslan er ekki kostuð.

 

xx

 

 

Tíska: Flottar pleður-buxur eru must have

Pleður er inn

Það að ganga í gervi er sko ekkert til að skammast sín fyrir og hafa nokkur tískuhús gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau eru hætt að nota ekta leður og ekta feldi í hönnun sína.

Hérna eru nokkrar flottar myndir af skvísum í pleður-buxum sem gefa okkur innblástur.

 

Hollur, Hollari og Hollastur -En hvað eru næringarríkustu ávextirnir og grænmetið?

Öll vitum við að við eigum að borða vel af ávöxtum og grænmeti daglega, helst fimm skammta samtals af ávöxtum og grænmeti (2 af ávöxtum og 3 af grænmeti er flott markmið) samkvæmt ráðleggingum Landlæknis.

En hvað eru næringarríkustu ávextirnir og grænmetið? Er alveg sama hvað maður velur að setja sér til munns?
CSPI (Center For Science in Public Interest – Miðstöð vísinda í almannaþágu)  stofnunin í Bandaríkjunum hefur útbúið lista yfir grænmeti og ávexti eftir næringarskori þeirra.

Ávextirnir og grænmetið er metið útfrá ákveðnum næringarefnum þeirra þ.e.a.s magni af C-vítamíni, fólati, kalíum, kalki, járni og trefjum og karótínóíða. Því hærra skor þeim mun meira er af þessum næringarefnum í vörunni.

Vert er að taka fram að þessi töflur eru ekkert algildar og t.d eru epli frábær valkostur í hollu snakki sem er vítamín- og næringaríkt. Ef að þú ert ekki byrjaður/uð á því að neyta 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, byrjaðu á því og farðu svo að spá í því hvaða tegund er hvað næringarríkust.

Ef við viljum “náttúruleg” fæðubótarefni sem virka vel fyrir líkamann ættum við að borða ríflega af þeim vörum sem eru ofarlega í töflunum hér að neðan.

Ávöxtur Næringarskor
1 stórt stykki af vatnsmelónu (154 g kjöt) 310
½ greip 263
½ papaya 223
¼ kantalópa 200
1 meðalstór appelsína 186
8 stór jarðarber 173
1 kiwi 115
125 g hindber 106
1 mandarína 105
½ mangó 94
⅛ af hunangsmelónu 85
2 ferskar apríkósur 78
1  meðalstór banani 54
1 stór ferskja 47
1 meðalstór pera 44
1 epli með hýði 43
35 gr rúsínur 24
2 helmingar af niðursoðnum perum 20
½ glas af eplasafa, ósykruðum 14

 

Grænmeti Næringarskor
30g spínat 287
½ rauð paprika 261
1 meðalstór gulrót 204
50 g kínakál 174
45 g brokkolí 160
45 g hvítkál 135
½ græn paprika 109
½ avocado 82
½ tómatur 78
80 g maískorn 67
125 g grænar baunir 65
50 g blómkál 62
72 g iceberg salat 45
70 g rófur 33
83g sveppir, eldaðir 33
1/6 af stórri agúrka 14
16 g alfa alfa spírur 7

Copyright CSPI 2002. Tekið úr bókinni Nancy Clark’s Sports Nutrition Guidebook. 4th edition.

Allt grænmetið og ávextirnir er ferskir, nema að annað sé tekið fram.

Grein eftir Geir Gunnar Markússon sem er ritstjóri heimasíðu NLFÍ.

Eva Ruza- Mr.Grey og skuggarnir hans 50 OG FYRSTA MYND AF CHICAGO WEST

Ég skellti mér í bíó með vinkonunum um daginn. Bíóferð sem við vorum búnar að bíða eftir í 2 ár.

Lokakaflanum í sögunni um Anastasiu Steele og Christian Grey, Fifty Shades Freed.

Myndin sem slík er sko engin óskarsverðlaunamynd get ég sagt ykkur en það er eitthvað við þessar myndir. Þær innihalda mikið kynlíf, sem ég hlæ stundum hátt af. Ég átta mig ekki á afhverju ég flissa svona mikið yfir því , því það er yfirleitt yfirþyrmandi mikið ,mjög oft sexý og ég hlæ hátt og mikið eins og 15 ára gelgja….og ég telst langt frá því að vera tepra eða vandræðaleg þegar kemur að kynlífi.

Já ég segi það bara eins og það er. Mr. Christian Grey nær alveg að halda manni við efnið.

Ég verð nú samt að viðurkenna að þegar ég horfi á þessar myndir, þá hugsa ég: ,,,hvernig er hægt að leika svona atriði. Hvernig er hægt að vera svona náin manneskju sem er ekki maki manns”.

Sérstaklega í ljósi þess að Jamie Dornan sem leikur Christian er t.d giftur tvegggja barna faðir in real life. Jamie sagði í viðtali sem ég sá um daginn að konan hans hefur aldrei séð Fifty myndirnar og ég skil hana mjög vel. Ég ætti erfitt með að horfa á minn mann gera það sem Jamie gerir með Dakotu í myndinni. Hann var spurður hvort honum þætti erfitt að ,,live up to Christian Grey”. Þá sagðist hann vona að konan hans elskaði hann eins og hann væri en ekki Christian.

En atriðin í myndinni eru djörf og það er ekkert falið undir sæng. Og það er bara hjólað í allt þarna down under án þess að fela það, þó maður sjái ekki líkamspartana í beinni.

En ég hef lagst í rannsóknarvinnu, allt í þágu vísindanna og okkar sem horfum á og veltum þessu fyrir okkur.

En Dakota sem leikur Anastasiu sagði í viðtali að hún væri í saumlausum nærbuxum með engum böndum. Væru s.s bara fronturinn á nærbuxum sem væru límdar við líkama hennar .

Reyndar áttu þær það til að renna til þegar hiti færðist í leikinn en þá voru þær superglue-aðar við hana til að þær héldust. Jamie hefur ekki gefið upp hvort hans allra heilagasta hefði verið límt aftur, en daaaayuuuum hvað það hlýtur að vera undarlegt að leika í svona atriði fyrir karlmenn. Það eru heldur meiri líkamleg OG sjáanleg viðbrögð sem líkami þeirra sýnir við örvun.

Jesús minn, ég er að reyna að orða hlutina mjög pent hérna!

Fifty Shades myndirnar eru byggðar á sögum E.L James og þegar þær voru gefnar út má segja að heimur kvenna um allan heim hafi orðið vitlaus af spennu og áhuga á þessum bókum..því þær eru geggjaðar. Vel skrifaðar og spennandi. En hún gaf söguna út í þrem bindum sem voru svo færðar á hvíta tjaldið. Myndirnar hafa yfirleitt fengið slæma dóma og eru alls ekki jafngóðar og bækurnar, sem ég hef t.d lesið. En það vill oft verða þannig þegar búnar eru til bíómyndir. En það breytir því ekki að myndirnar hala inn seðlum í kassann og voru með billjónir dollara eftir fyrstu sýngarhelgina.

Enda hefur mér t.d verið skítsama um það hvort myndirnar eru góðar sem slíkar og við vinkonurnar höfum gengið útúr bíó eftir allar myndirnar mjög sáttar, haha!!!.

Það er eitthvað við þær sem dregur mann að.. og ég veit ekkert hvað það gæti verið.

Mögulega sú staðreynd að Jamie er ber að ofan helming myndarinnar, hahahha.

Annars rakst ég á þetta um daginn þar sem leikarar sem hafa leikið í frægum kynlífssenum lýsa því hvernig þessar aðstæður eru fyrir þau.

En yfirleitt eru þetta ekki þau bara (leikarapörin) að vera sexý og allsber inní dökku herbergi. Svo langt frá þvi. Vanalega eru þetta myndatökufólkið og leikstjóri  sem eru viðstödd. Reynt er að halda fjölda fólks í herberginu í lágmarki til að leikurunum líði betur í þessu annars óþægilegu senum en leikstjórinn stoppar iðulega tökur með skipanir um að grípa neðar um rassinn, kyssa meira, og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað fleira þeir kalla inn í senurnar.

Þannig að það sem við horfum á, og þá er ég að tala um falleg ástaratriði í rómantískum bíómyndum, þetta er bara alls ekki svona rómó á setti.

En bíómyndir eru til að gleyma sér yfir og ég elska ekkert meira en rómantískar bíómyndir með karakterum sem ég týnist í. Hver man ekki eftir hinum fræga kossi í minni uppáhaldsbíómynd, Notebook.

Ohh Allie og Noah. Ég fæ kitl í magann þegar ég sé þetta atriði.

Reyndar ekkert að marka mig þar sem ég lifi mig óþarflega mikið inn í það sem ég horfi á.

Grét t.d með Ben í Bachelor Winter Games. Það er náttúrulega bannað með lögum.

Attention!!!!!!!

RÉTT Í ÞESSU BIRTI KIM FYRSTU MYNDINA AF CHICAGO WEST, nýjasta meðlim Kardashian West fjölskyldunnar!! 

Sexý kveðja á ykkur kids

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza

Forsetafrúin mætti í flottum jakka sem hún keypti í Rauðakrossbúð á Edduverðlaunahátíðina

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar var sigursælust á Edduverðlaunahátíðinni

Fangar fengu meðal annars verðlaun sem besta leikna sjónvarpsefnið og fyrir handrit, klippingu og kvikmyndatöku ársins. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki en þar bar svo við að allar þrjár leikonurnar sem voru tilnefndar léku í Föngum. Þá hlaut Pétur Ben verðlaun fyrir tónlist sína úr þáttunum en hann nýtti tækifærið til að minnast kvikmyndatónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar sem lést nýlega fyrir aldur fram. Pétri varð nánast orða vant þegar hann minntist á Jóhann í ræðu sinni en allur salurinn reis úr sætum með dúndrandi lófaklappi til að votta virðinga sína.

Kvikmyndin Undir Trénu hlaut sjö verðlaun þar á meðal sem besta mynd, Hafsteinn Gunnarsson fyrir bestu leikstjórn, Edda Björgvinsdóttur sem besta leikkona í aðalhlutverki og Steindi Jr. fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

HÉR má sjá nánar um Edduverðlaunahátíðina

Fostetahjónin voru viðstödd á hátíðinni og vakti athygli hversu glæsileg Eliza Reid var í flottri dragt,

En aðspurð sagði hún að jakkann hafi hún keypt í Rauðakrossbúð og endurnýtt.

 

Alþýðleg forsetahjón! .Hversu frábært er það 🙂

Fréttin birtist fyrst á dv,is

Það er mikilvægt að velja réttan lit á farða

Það er mikilvægt að velja réttan lit á farða en það getur verið snúið.

Reglan er að velja alltaf þann lit sem er líkastur þínum húðlit

Það að vera með rangan lit af farða er ekki smart og lítur gjarnan út eins og gríma á andlitinu eins og þessar myndir sýna.

Sá litur sem blandast vel við þinn litartón er sá rétti stundum er sniðugt að blanda tveimur litum saman til að ná rétta litnum.