Ætlar þú á útsölur? Kíktu þá á þetta!

Nú eru útsölurnar byrjaðar og hægt að gera góð kaup en það borgar sig að fara vel undirbúin á útsölurnar.

NR 1. Vertu búin að fara yfir fataskápinn þinn og skoða hvað þú átt fyrir.

Það gæti meira að segja verið sniðugt að taka til í skápnum og losa þig við það sem þú ert hætt að nota og fara með á nytjamarkaði sjá HÉR 

NR 2, Ekki kaupa eitthvað BARA af því það er ódýrt

Það er svo sannarlega fljótt að koma í stóra upphæð 1000 kr – 1500 kr hér og þar, ekki hugsa þetta kostar ekki neitt, hugsaðu frekar þarf ég þetta -og kem ég til með að nota þetta

.

NR 3.  Veldu flíkur sem eru klassískar og þú getur notað við margt og allan ársins hring

Eins og t,d:

Flottar gallabuxur það er hægt að nota þær við flest tilefni.

Blazer jakka eða jakkaföt sem hægt er að nota bæði saman og í sitt hvoru lagi og eru með því sniði sem henta þér best

Já og biker og gallajakki eru lika alltaf klassískir

 

NR 4. Skór og aftur skór hver elskar ekki nýja skó!!

þar erum við að taka um allt frá strigaskóm, og upp í fína hæla … en hvað vantar þig?

Hvernig skó notar þú mest?

NR 5 Eru einhver tilefni framundan sem þú þarft að kaupa þér föt fyrir?

Hvort sem það er eitthvað sem tengist útivist

Eða við fínni tilefni og allt þar á milli  t,d brúðkaup eða eitthvað sem þú þarft að mæta í þínu fínasta pússi þá er frábært að kíkja eftir einhverju hentugu á útsölu.

Vonandi geta sem flestir gert góð kaup

HAPPY SHOPPING

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *