Eva Ruza- Back in da days….

Ohh krakkar.

Ég ætla að sleppa Hollywood siglinguí þessum pistli mínum og ræða alvarlegt mál við ykkur.

HVERNIG GÁTU MAMMA OG PABBI HLEYPT MÉR SVONA ÚT!!!

Ástæðan fyrir þessum pistli mínum er sú að um daginn var ég að renna yfir nokkrar gamlar og góðar myndir af sjálfri mér á snappinu mínu,evaruza, sem orsökuðu svo svakalegt hláturskast að mig verkjaði í magann, ég varð grátbólgin af hlátri og endaði með hausverk. Myndirnar innihéldu gullmola frá skátaferlinum mínum ásamt fleiri HRÆÐILEGUM myndum. Þetta myndband (f.neðan) hefur verið skoðað hátt í 7000 sinnum þegar þetta er skrifað, og svo virðist sem fólk sé að tengja vel við þetta allt saman og hlæja hátt með mér…og að mér 🙂

Ég lofaði ykkur víst að henda þessari veislu hérna inn og ég er vön að standa við gefin loforð. ,,Myndakvöld með Evu Ružu "Snapchat: evaruza

Posted by Eva Ruza on Þriðjudagur, 17. október 2017

Skilaboðin töldu í hundruðum sem ég fékk eftir þetta story og öll voru þau hlæjandi, grenjandi og ógeðslega fyndin frá mínum hressu fylgjendum. Það tók mig um 3 daga að komast í gegnum þau öll og ég viðurkenni að ég gerði mér enga grein fyrir því að fólk mundi taka svona hressilega undir kastið sem ég sjálf var í þessa kvöldstund, ein heima með símann á lofti.

Það voru ekki bara myndirnar sem létu mig öskra af hlátri..heldur það sem stóð undir hverri og einustu mynd.

En ég hef alltaf verið dugleg við að taka myndir, festa minningar á filmu. Ég framkallaði allt hérna einu sinni, raðaði samviskusamlega í albúm og SKRIFAÐI TEXTA UNDIR HVERJA EINUSTU MYND.

Það er nokkuð ljóst að það var blússandi sjálfstraustí gangi á þessum tíma, og þegar ég skoða myndirnar í dag, skil ég ekkert hvaðan þetta sjálfstraust kom. Ég skil heldur ekki alveg afhverju ég hangi utan í trénu..en ohh well.

En á sama tíma finnst mér svo dásamlegt að sjá hvað ég var svona líka ánægð með mig. Þarna var ég 13/14 ára, 180 cm, sláni í alltof stórum líkama. Hendurnar langar, kroppurinn grannur, gleraugu á nefinu, hártoppur sem var allur í sveip og mér fannst ég bara alveg geggjuð.

Ég var bara klædd í einhver föt og þegar ég hugsa tilbaka, man ég ekki eftir að hafa nokkurn tíman spáð í hvað ég var að klæða mig í (það sést mjög vel á myndunum). Einu ákvarðanir lífsins voru í raun hvaða ís ætti að velja sér í ísbúðinni.

Gulur cheerios bolur og smellubuxur voru bara geggjað kúl. Bolur sem maður fékk frítt með cheerios pakkanum og smellubuxur, sem voru reyndar í tísku á þessum tíma.  Hárinu henti maður bara í teygju, með skipt í miðju og var ekkert að hafa fyrir að greiða það  endilega niður. Það stóð  bara í allar áttir og var töff.

Reyndar velti ég því fyrir mér hvort að mömmu og pabba hafi ekki þótt vænt um mig þegar þau leyfðu mér að fara svona í hestaferð…..

Seriously, þá er þetta ein besta mynd sem ég hef séð af mér. Ferlega hamingjusöm í Madonnu úlpunni minni, en þessi úlpa var með fullt af Madonnu andlitum á allri úlpunni og mér fannst hún svo geggjuð sko.

Enda frábært caption sem ég skrifaði undir: Myndarleg hestagella.

Eins og ég sagði, þá var sjálfstraustið greinilega í lagi þarna…..

Ég man aldrei eftir að einhver hafi sagt mér að ég hafi verið hallærisleg eða haft út á útlit mitt að setja.

Einfaldlega VEGNA ÞESS AÐ VIÐ VORUM ÖLL SVONA.

Við vorum öll bara einhvern vegin og öllum var sléttsama. Það voru engir samfélgasmiðlar til sem mötuðu þessa litlu hausa okkar með útlitsdýrkun.

Ég er alls ekki að meina að það sé eitthvað að því að líta huggulega út, don´t get me wrong!!

Fermingarmyndin mín…og já þetta er ég. Veit að það er erfitt að trúa því. En þarna fannst mér ég t.d. orðin mjög fullorðin og fannst ég sjaldan hafa litið betur út. Boy was I wrong 🙂

Tilgangur minn með þessum skrifum mínum er bæði til að leyfa ykkur að frussuhlæja yfir þessum myndum, og líka til að við hugsum aðeins um hraðann sem er kominn í samfélagið í dag, með tilkomu samfélgasmiðla eins og snapchat og instagram. Ungir krakkar í dag eru svo mikið að drífa sig að verða fullorðin að þau gleyma smá að leyfa sér að vera bara krakkar. Highlighterinn og maskarinn fer ekki neitt. Allt þetta meiköpp dót og fínerí verður líka til í búðunum þegar þið verðið 16 ára.

Jesús minn, ef ég hefði farið að highlighta og contoura á mér fésið í hestaátfittinu. Þá væri ég líklegast ekki hér, því ég hefði þurft aðstoð lækna við að ná mér eftir það hláturskast sem ég hefði fengið við að skoða þær myndir. En ég var líka bara svo ferlega barnaleg og mikil dúlla mjög leeeeeengi að svona hlutir voru ljósár í burtu frá mér.

Þarna var ég orðin16 ára og búin að taka miklu ástfóstri við brúnkukremi og tigerprinti…og meiköppi og …. Æji people..það tók ekki betra tímbil við á eftir hesta og skátatímabilinu. Það tímabil er efni í annað story á snappinu. Ég saumaði btw.þetta dress sjálf OG HÁRBAND!

WTF Eva Ruza!!

Það tók ekkert betra við eftir að toppurinn fékk að fjúka. Þá voru hárbönd í stíl við dressin mjög vinsæl hjá mér.

En pointið mitt er:

Leyfum okkur að vera bara smá lúðar og krakkagerpi. Þó að manneskjan við hliðiná þér sé í gulum Cheerios bol og smellubuxum að þá má hún það bara alveg. Ef henni líður vel í dressinu að þá er það, það eina sem skiptir máli.

Just go with the flow og leyfum okkur bara að vera eins og við erum og öllum hinum líka.

Eina vitið er að keyra bringuna upp í loft og vera bara sjúklega ánægð með okkur. Ég lofa ykkur því að þá mun ENGINN pæla í Cheerios bolnum. Og númer eitt , tvö og tíu, verum góð við hvort annað. Það kostar ekki sjitt og eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ég veit að ég var háfleyg þarna og ljóðræn, en þessi setning á alltaf við.

Ég sverða. Ég er ekkert að grínast með þennan topp!!!! 

Mana ykkur til að setjast eina kvöldstund með gamalt albúm og fletta í gegn. Þá endið þið í nákvæmlega þessu sama hláturskasti og ég. Þið voruð POTTÞÉTT jafn hallærisleg og ég….eða ég vona það allavega smá mín vegna HAHAHAH!!

Myndarlega hestagellan kveður að sinni  og vona að dagurinn ykkar verði fullur af flissi og gleði.

Eina vitið

One Love

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza

Erna – Jæja er ekki komin tími til að byrja þetta?

Nú byrja ég þetta ÁR 2018

Ókei dókei

Þá er þrítugasti og eitthvað í jólum búin hjá mér og tími til að koma sér í gang.

Eru ekki áramótin í kína febrúar ætti ég að miða við það?

Jú googlaði “Chinese New Year in 2018 is on Friday, the 16th of February(16/2/2018) “

Nei ætla að fara  milliveginn og byrja 01.febrúar að efna áramótaheitin og plana nýtt ár.  Ég setti mér aðeins öruvísi áramótaheit en áður sem eru bæði skemmtilegri og vonandi áhugaverð.  Ég er rosalega mikill vinnualki og á erfitt með að slíta mig frá tölvunni ég er alltaf að vinna eða skoða eitthvað spennandi.   Þar af leiðandi hef ég vanrækt vini mína og stórfjölskylduna sem er jú bara alls ekki í lagi.

Hérna er listi yfir það sem mig langar að gera á árinu sem tengist ekki vinnu!

Selja húsið

 • Ég ætla að setja húsið mitt á sölu og finna mér minni eign þar sem ég þarf ekki að hugsa um garð helst hafa bara pall eða svalir.    Þá þarf ég ekki að eyða tímanum út í garði með rassinn út í loftið að reyta arfa eða önnur verk sem tengjast því að vera með garð.  Ég hef bara engan áhuga á garðyrkju.  Greiðslubyrgðin ætti að minnka töluvert við það að fara í minna húsnæði og þá opnast tími og tækifæri.

Rækta sambandið við vini og fjölskyldu

 • Ég ætla að rækta sambandið við vini mína og hafa frumkvæði að því að við hittumst oftar.  Mig langar að eiga góð samskipti við fjölskylduna eða réttara sagt meiri samskipti við fjölskylduna mína þar sem samskiptin við nánast alla eru mjög góð.  Hitta þau oftar og skapa skemmtilegar hefðir í kring um það.

Ferðast

 • Mig langar að ferðast á árinu og upplifa skemmtilegar ferðir bæði með vinkonum/frænkum og mínum nánustu.  Þá erum við aðalega að tala um ferðir erlendis en alltaf gaman að kíkja eitthvað innanlands á sumrin.

Finna mér gönguhóp

 • Mig langar að taka þátt í gönguhópi og koma mér upp getu til að fara í lengri ferðir.  Finnst gaman að labba og ennþá skemmtilegra í góðum hópi.

Jólin 2018 erlendis

 • Ég stefni á það að halda jólin hátíðleg erlendis í ár vonandi fæ ég sem flesta með mér.

Já og taka á mataræðinu

 • Borða hollara og tækla sykurpúkann!

Vera skipulagaðri

 • Og ég hlakka mikið til að fá að vinna með öllu þessu án þess að drekkja mér í vinnu…                                                                                                         Gangi mér vel 🙂

Vintage sólgleraugu verða áberandi í sumar!

Við elskum þegar tískan gengur í hringi, þá getur maður sparað sér heilan helling ef maður er duglegur að geyma gömul föt eða fylgihluti!

Hér fyrir neðan er frábær myndaséría af innblæstri fyrir vintages fílinginn sem að okkar mati mun vera vel sjáanlegur næsta sumar hér heima!

+

Jæja…hvað segið þið???

Leynið þið á gömlum vintage sólgleraugum ofan í skúffu ?

Hún var 25 kíló og við dauðans dyr þegar hún náði að snúa við blaðinu

Átröskunarsjúkdómar geta auðveldlega dregið fólk til dauða.

Sagan hennar Hannah Lucas, frá  Wallasey, Merseyside er svipuð mörgum sögum sem við höfum heyrt þegar kemur að átröskun.  Hún var frekar þung sem barn og varð fyrir einelti sem hafði eðlilega mikil áhrif á hana.  Þegar hún var 15 ára byrjaði hún að fara í megrun sem þróaðist i það að hún borðaði aðeins 100 kaloríur á dag. Hún var orðin algjörlega bjargarlaus og rúmliggjandi.

Hannah sem er 23 ára í dag segir að hún hafi litið hræðilega illa út og var nánast óþekkjanleg.

‘People say I look like a different person. I looked like an old woman. I would say I looked at least 60 years old. I find it hard to look at pictures of myself because I know it looks like a completely different person but I also feel like a different person now.’

Hannah fór í nokkrar langtímameðferðir á spítala og í þriðju tilraun tókst henni að ná bata. Í dag er hún heilbrigð og 76 kíló en þar þó alltaf að vera vakandi fyrir þessum lúmska sjúkdómi sem átröskun er.

Hér er stutt video þar sem hún segir sögu sína.

https://www.youtube.com/watch?v=IwY7lzTxVKw

Hér er linkur á grein þar sem þið getið lesið nánar

#metoo: FKA- Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu á morgun 31.janúar

Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31.janúar en þetta er stærsti viðburður FKA á hverju ári. Með því að velja þennan dag vill stjórn FKA undirstrika hversu mikilvægt það er að #metoo byltingunni verði fylgt eftir í orði, í verki og af þeirri virðingu sem hún á skilið.  Stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31.janúar nk. Með þessu er markmiðið að konur sýni samstöðu sína og stuðning við #metoo byltinguna.

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA: ,,Nú þegar hefur fjöldinn allur af hugrökkum konum stigið fram með sínar sögur. Þetta eru konur á öllum sviðum atvinnulífs,ins á öllum aldri og alls staðar af á landinu. Engin þessara kvenna stendur ein í sinni baráttu því að í #metoo stöndum við konurnar saman sem ein heild.  Og í þetta sinn þarf samfélagið að skilja að okkur er full alvara með að hér muni ná fram að ganga, varanlegar breytingar í viðhorfum og valdbeitingu. Þess vegna klæðumst við konurnar svörtu þann 31.janúar næstkomandi.”

r má sjá nánar

Við tökum að sjálfsögðu þátt.

 

Ertu að fara að ferma hér eru nokkrar sniðugar hugmyndir að persónulegum skreytingum

Fermingarveislan

Það eru nokkrar leiðir til þess að hafa skeytingar í fermingarveislum persónulegar og að þær snúsist um stjörnu dagsins sjálft fermingarbarnið.  Krakkar hafa mis miklar skoðanir og væntingar til fermingarveislunnar. Ég er bæði búin að láta ferma stelpu og strák og munurinn var töluverður, hún vildi vera með í öllum ákvörðunum.  Aftur á móti var honum nánast alveg sama hvernig salurinn var skreyttur.

Hér eru nokkur ráð

Hafa myndir af fermingarbarninu sýnilegar og vera búin að fá myndirnar úr fermingarmyndatökunni til að sýna og skreyta með.

Það er sætt að blanda saman gömlum og nýjum myndurm af fermingarbarninu..

Það er líka hægt að dreifa myndum á borðin.

Taka mið af áhugamálum barnanna við skreytingarnar.

Hafa stóran skreyttan staf með upphafstafnum í nafni fermingarbarnsins bæði hægt að kaupa tilbúna stafi eins og í Föndru einnig hægt að föndra þá sjálfur.

Litaval á skreytingum reyna að fá fermingarbarnið til að taka þátt í að verlja liti eða þema.

Flestir eiga sinn uppáhalds lit eða jafnvel munstur eins og t.d stjörnur, doppur eða rendur jafnvel er Srar Wars eða annað sniðugt tengt bíómyndum.

Röndótt

Litir

Kvikmyndaþema

 

Svo má ekki gleyma að taka skemmtilegar myndir af gestunum og fermigarbarninu,

Þetta er einfalt búa til ramma

 

Kaffi smoothie- Fullkominn morgunmatur fyrir þá allra þreyttustu

Við þekkjum það flest að vera varla vöknuð þegar fyrsti kaffibollinn rennur ljúft niður til þess að koma okkur í gang fyrir annasaman dag. Það er gott að bregða út af vananaum og prófa eitthvað nýtt. Þessi smoothie er frábær og auðveldur en kaffið er lagað daginn áður og fryst í klakaboxi sem gerir smoothie-inn þykkan og góðan.

Það sem þarf er:

 • Einn bolli upp á helt kaffi, fryst yfir nótt.
 • 1 Banani
 • 1/4 bolli hafrar
 • 1 matskeið kakóduft
 • 1 matskeið hörfræ
 • Smá kanill
 • 1 bolli soja eða möndlu mjólk
 • 1 teskeið hunang

Öllu skellt í blandarann og úr því kemur þessi dásamlega morgunverðar smoothie.

 

 

Uppskrift HÉR

 

Gúrý – Ég vaknaði einn dag núna í janúar og ég varð að gera eitthvað nýtt fyrir sjálfan mig

Ég varð að gera eitthvað nýtt fyrir sjálfan mig

Fá fleiri göt í eyrunn, fá mér nýtt tattoo eða kannski klippa mig svona einu sinni að einhverju viti.

Málið er að hárið á mér vex hægara en snigill fer áfram, sem er óþolandi. Ég held að ég sé búin að vera safna hári síðan að Ómar Ragnarsson hafði sitt hár og það er ekkert að ske, hjá hvorum okkar.

Ég er aftur á móti með gott hár, semý þykkt og glansandi, en það bara vex ekkert að viti.

Mér finnst eins og að ég sé búin að vera með sömu hársídd í allavega 6 ár.

Ég er búin að prufa ÖLL vítamín, sjampo og trixin í bókinni til að reyna fá það til að vaxa, en ekkert virkar.

Svo um daginn hugsaði ég með mér að nú læt ég verða að þessu, núna verður bara klippt slatti að því, breyta til.

Ég var búin að finna mynd af klippingunni á Pinterest sem mig langaði að fá svo ég dreif mig að panta tíma strax áður en ég mundi skipta um skoðunn. Daginn eftir að ég pantaði var ég var farin í klippingu.

Aftur á móti á leiðinni í klipping skipti ég svona sjö sinnum um skoðunn hvort ég ætti að klippa það eða ekki.

Þegar að ég settist í stólinn, sagði ég við hárgreiðsluna skvízuna hana Sollu að ég vildi klippa það allt alveg jafnt og að það ætti að ná rétt fyrir neðan axlir.

Myndin sem ég kom með var af alveg þráðbeinni klippingu, mér finnst ég svo oft biðja um að vera klippt beint en kem alltaf út með hálf tjásaða enda. Don’t like that !

En Solla sagði mér að hún sæi hvernig ég hefði verið klippt síðast, en það var klippt upp í hárið. Ég fatta það nebbla ekki afhverju það er gert, sérstaklega þegar að maður biður um beina klippingu. En sem betur fer þá skildi Solla hvað ég var að tala um og klippti mig þráðabeint, alveg eins og á myndinni sem ég kom með.

Þessi klipping var rosa vinsæl árið 2015 en ég finn það á mér að hún kemur sterk inn aftur á þessu ári.

 

Ég held að hún hafi sagt að hún hafi tekið 10-15 cm af hárinu á mér, trust me það er mega mikil klipping fyrir mér !

Alltaf þegar að ég fer í klippingu þá bið ég nefninlega að taka ekki meira en nauðsynlegt þarf svo það verði nú alls ekki of stutt.

Ef það eru teknir meira en kannski 4-5 cm þá er ég alveg bara ”ok róum okkur, viltu ekki bara snoða mig ”

Ég er líka loksins komin með háralitinn sem mig er búið að dreyma um síðustu 3-4 árin og það er hárgreiðslu snillinn og æskuvinkona mín hún Þorbjörg sem vinnur á hárgreiðslustofunni Hársmiðjan í Kópavogi sem lét þann draum verða að veruleika.

Ég viðheld honum svo sjálf hérna úti í Köben, ég geri þetta bara heima með sömu hárgreislulitum og festi.

Í dag er svo auðvelt að komast yfir allar þessar hárvörur, svo ég get reddað mér sjálf þegar að ég þarf þess.

En ég fer svo alltaf til Þorbjargar þegar að ég stoppa við á Íslandi.

Hár – Tjékk

Í næstu viku ætla ég að láta setja fleiri göt í eyrunn á mér

OG svo næsta eftir það verður semý stórt tattoo.

En ég reyni að hafa hemil á mér svo ég endi ekki svona eftir nokkur ár.

XxX

Gúrý

gury@krom.is

 Instagram guryfinnboga 

Snapchat gury79